Símahrekkirnir saklaust grín en mögulegt er að nota tæknina í annarlegum tilgangi Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 3. janúar 2018 20:39 Fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á símhrekkjum úr sérstöku smáforriti undanfarna daga. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að þó grínið sé saklaust beri ávallt að hafa varann á þegar símtöl berast úr gervinúmerum. Þannig séu dæmi um að fjármunum og persónuupplýsingum sé stolið af fólki með slíkum hætti. Símtöl af þessu tagi hafa borist í síma nokkuð margra Íslendinga undanfarna daga. Hér er þó ekki um að ræða raunverulega manneskju á hinni línunni heldur einfalt hrekkjaforrit, sem notið hefur talsverðra vinsælda. Forritið er nokkuð skaðlaust og virðist ekki búa annar tilgangur að baki en gott grín. Þannig velur hrekkjalómurinn hljóðbrot, slær inn númer þess sem hrekkja skal og forritið velur svo erlent númer af handahófi sem birtist á skjá fórnarlambsins.Óheimilt að blekkja með þessum hætti Samkvæmt reglum um fyrirkomulag númerabirtingar er hins vegar óheimilt að nota röng númer í þeim tilgangi að blekkja móttakanda símtals og hrekkir af þessu tagi því líklega reglubrot. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að þó grínið sé saklaust í þessu tilfelli megi einnig nota slíka tækni í afar annarlegum tilgangi. Dæmi séu um það hérlendis að hringd séu gervisímtöl sem líti út fyrir að vera úr númerum tiltekinna fjármálafyrirtækja. „Þannig að þegar þú sérð á númerabirtingunni eitthvað númer þá er það frá þessu fjármálafyrirtæki og í viðkomandi tilviki var beðið um að gefa upp kreditkortanúmer og svo framvegis, undir því yfirskini að viðkomandi ætti að fá endurgreiðslu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Erfitt að verjast nýrri tækni Hrafnkell segir fjarskiptafyrirtæki reyna að verjast símhringingum úr fölskum númerum. Eftir að símtöl hættu að vera mestmegnis um landlínu og ný tækni færðist inn á sjónarsviðið hafi það hins vegar orðið sífellt erfiðara. „Í dag þegar þú ert kominn með miklu fjölbreyttari tækni, einnig þessa svokölluðu ip-tækni, þá er mjög erfitt að verjast því í öllum tilvikum.“ Hann segir því fulla ástæðu til að hafa varann á ef grunsamleg símtöl berast. Þá eigi aldrei að gefa upp upplýsingar á borð við kreditkorta- eða reikningsnúmer þegar hringt er að fyrra bragði. „Og svo geta verið aðrar persónulegar upplýsingar, lykilorð og annað, sem fólk á aldrei að gefa upp ef það berast einhver skilaboð eða hringing af fyrra bragði, sem það í raun og veru veit ekki upprunann á.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á símhrekkjum úr sérstöku smáforriti undanfarna daga. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að þó grínið sé saklaust beri ávallt að hafa varann á þegar símtöl berast úr gervinúmerum. Þannig séu dæmi um að fjármunum og persónuupplýsingum sé stolið af fólki með slíkum hætti. Símtöl af þessu tagi hafa borist í síma nokkuð margra Íslendinga undanfarna daga. Hér er þó ekki um að ræða raunverulega manneskju á hinni línunni heldur einfalt hrekkjaforrit, sem notið hefur talsverðra vinsælda. Forritið er nokkuð skaðlaust og virðist ekki búa annar tilgangur að baki en gott grín. Þannig velur hrekkjalómurinn hljóðbrot, slær inn númer þess sem hrekkja skal og forritið velur svo erlent númer af handahófi sem birtist á skjá fórnarlambsins.Óheimilt að blekkja með þessum hætti Samkvæmt reglum um fyrirkomulag númerabirtingar er hins vegar óheimilt að nota röng númer í þeim tilgangi að blekkja móttakanda símtals og hrekkir af þessu tagi því líklega reglubrot. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að þó grínið sé saklaust í þessu tilfelli megi einnig nota slíka tækni í afar annarlegum tilgangi. Dæmi séu um það hérlendis að hringd séu gervisímtöl sem líti út fyrir að vera úr númerum tiltekinna fjármálafyrirtækja. „Þannig að þegar þú sérð á númerabirtingunni eitthvað númer þá er það frá þessu fjármálafyrirtæki og í viðkomandi tilviki var beðið um að gefa upp kreditkortanúmer og svo framvegis, undir því yfirskini að viðkomandi ætti að fá endurgreiðslu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Erfitt að verjast nýrri tækni Hrafnkell segir fjarskiptafyrirtæki reyna að verjast símhringingum úr fölskum númerum. Eftir að símtöl hættu að vera mestmegnis um landlínu og ný tækni færðist inn á sjónarsviðið hafi það hins vegar orðið sífellt erfiðara. „Í dag þegar þú ert kominn með miklu fjölbreyttari tækni, einnig þessa svokölluðu ip-tækni, þá er mjög erfitt að verjast því í öllum tilvikum.“ Hann segir því fulla ástæðu til að hafa varann á ef grunsamleg símtöl berast. Þá eigi aldrei að gefa upp upplýsingar á borð við kreditkorta- eða reikningsnúmer þegar hringt er að fyrra bragði. „Og svo geta verið aðrar persónulegar upplýsingar, lykilorð og annað, sem fólk á aldrei að gefa upp ef það berast einhver skilaboð eða hringing af fyrra bragði, sem það í raun og veru veit ekki upprunann á.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira