Enski boltinn

Nærri helmings aukning á vöðvameiðslum í desember

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gabriel Jesus verður lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut á gamlársdag
Gabriel Jesus verður lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut á gamlársdag vísir/getty
Það er gömul tugga knattspyrnustjóranna á Englandi að kvarta yfir leikjaálagi yfir jólahátíðirnar. Nú síðast sagði Pep Guardiola í viðtali að enska knattspyrnusambandið væri að drepa leikmennina með þéttu leikjaplani.

Fjöldi meiðsla
Meiðslum fjölgaði um 32 prósent í desember miðað við aðra mánuði tímabilsins, meiðlsi í desember voru 136 en meðaltal tímabilsins er 103 meiðsli á mánuði.

Algengustu meiðslin voru vefjameiðsl; á vöðvum, liðböndum og sinum. Aukningin í þessum meiðslum í desembermánuði var 45 prósent, 65 stykki á móti meðaltali af 43,5.

„Þétt leikjaplan er meðal áhrifavalda í þessari hækkun,“ sagði sjúkraþjálfarinn Dinnery við BBC Sport. „Samkvæmt rannskónum þá aukast líkur á meiðslum með fjölgun mínútna sem spilað er. Best er að leikmenn nái 48-72 tímum í hvíld á milli leikja, annars aukast líkurnar á meiðslum í vöðvum til muna.“

Tími frá fyrsta jólaleiknum til þess síðasta
Það voru spilaðar fimm umferðir frá 16. desember til 4. janúar, 50 leikir á 14 leikdögum. Á sama tíma síðustu tímabil voru fjórar umferðir á þessum tíma.

Félögin fengu mis mikinn tíma á milli leikja sinna, og er það eitt af því sem fór mest fyrir brjóstið á Jose Mourinho varðandi jólaálagið. Manchester United spilaði fjórar umferðir yfir jólin á 215 tímum, frá jafnteflinu við Leicester á Þorláksmessu til sigursins á Everton á nýársdag.

Arsenal spilaði sína fjóra leiki hins vegar á 289 tímum, frá kvöldi 22. desember þegar liðið gerði jafntefli við Liverpool og til jafnteflisins við Chelsea í gærkvöld.

Forráðamenn deildarinnar segja að öll félögin hafi verið látin vita af þessu í upphafi tímabils, þar sem deildin hættir snemma í ár vegna Heimsmeistaramótsins. Ekkert félaganna tuttugu kvartaði yfir leikjaplaninu í sumar þegar það lá fyrir.


Tengdar fréttir

Guardiola: Þessi leikjaniðurröðun er stórslys

Leikjálagið í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót er alltaf gagnrýnt af einhverjum stjórum deildarinnar og nú hreinlega rýkur úr Pep Guardiola, stjóra Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×