„Ég er bara hérna til skrauts“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 31. janúar 2018 20:00 Samhjálp fagnaði 45 ára afmæli félagsins á kaffistofunni í Borgartúni í dag. Fullt var út úr dyrum í samkvæminu, en embættismenn stóðu vaktina í eldhúsinu. Starf Samhjálpar hófst í bílskúr á Sogavegi árið 1973. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en í dag rekur Samhjálp fjögur áfanga- og stuðningsheimili, býður upp á meðferðarúrræði vegna áfengis- og vímuefnavanda og fæðir fjölda Íslendinga í morgnana og í hádeginu á kaffistofu sinni við Borgartún. Í tilefni dagsins voru hins vegar nýliðar í eldhúsinu, borgarstjóri, velferðarráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. „Þetta eru örugglega svona smá tilbreyting, en þeir sem standa hérna vaktina á hverjum degi, það eru þeir sem eiga hrós og þakklæti skilið. Ég er bara hérna til skrauts,“ segir Guðni.67 þúsund máltíðir á ári „Við finnum gríðarlegan velvilja í samfélaginu til starfsins og það er það sem hjálpar okkur að geta rekið starfið. Kaffistofan með 67 þúsund máltíðir á ári, hátt í 200 á dag,“ segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Menntaður kokkur og fjöldi sjálfboðaliða standa vaktina í Borgartúninu á hverjum degi. Vörður segir ekki veita af, enda fari því fjarri að aðsóknin hafi minnkað þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu. Skjólstæðingarnir séu fjölmargir og treysti á að hjálpin sé alltaf til staðar. „Við lokum aldrei, það er alltaf opið alla daga, jól og páska. Það þurfa allir að borða hvort sem það eru jól eða venjulegir dagar.“ Gestirnir í dag voru jafnvel fleiri en venjulega, en meirihlutinn samanstóð þó af fastagestum á kaffistofunni. Ein þeirra var píanóleikarinn Guðrún Bjarnadóttir, sem hefur borðað reglulega í Borgartúninu um nokkurra ára skeið. „Ég er búin að koma mikið. Ég missti allt, lenti í miklu slysi, þurfti að hætta að kenna píanó og allt svo ég er hér,“ segir Guðrún. Er alltaf jafn gott að borða hjá þeim?„Hérna? Kommon, kannski ekki alltaf, en já yfirleitt.“ Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
Samhjálp fagnaði 45 ára afmæli félagsins á kaffistofunni í Borgartúni í dag. Fullt var út úr dyrum í samkvæminu, en embættismenn stóðu vaktina í eldhúsinu. Starf Samhjálpar hófst í bílskúr á Sogavegi árið 1973. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en í dag rekur Samhjálp fjögur áfanga- og stuðningsheimili, býður upp á meðferðarúrræði vegna áfengis- og vímuefnavanda og fæðir fjölda Íslendinga í morgnana og í hádeginu á kaffistofu sinni við Borgartún. Í tilefni dagsins voru hins vegar nýliðar í eldhúsinu, borgarstjóri, velferðarráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. „Þetta eru örugglega svona smá tilbreyting, en þeir sem standa hérna vaktina á hverjum degi, það eru þeir sem eiga hrós og þakklæti skilið. Ég er bara hérna til skrauts,“ segir Guðni.67 þúsund máltíðir á ári „Við finnum gríðarlegan velvilja í samfélaginu til starfsins og það er það sem hjálpar okkur að geta rekið starfið. Kaffistofan með 67 þúsund máltíðir á ári, hátt í 200 á dag,“ segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Menntaður kokkur og fjöldi sjálfboðaliða standa vaktina í Borgartúninu á hverjum degi. Vörður segir ekki veita af, enda fari því fjarri að aðsóknin hafi minnkað þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu. Skjólstæðingarnir séu fjölmargir og treysti á að hjálpin sé alltaf til staðar. „Við lokum aldrei, það er alltaf opið alla daga, jól og páska. Það þurfa allir að borða hvort sem það eru jól eða venjulegir dagar.“ Gestirnir í dag voru jafnvel fleiri en venjulega, en meirihlutinn samanstóð þó af fastagestum á kaffistofunni. Ein þeirra var píanóleikarinn Guðrún Bjarnadóttir, sem hefur borðað reglulega í Borgartúninu um nokkurra ára skeið. „Ég er búin að koma mikið. Ég missti allt, lenti í miklu slysi, þurfti að hætta að kenna píanó og allt svo ég er hér,“ segir Guðrún. Er alltaf jafn gott að borða hjá þeim?„Hérna? Kommon, kannski ekki alltaf, en já yfirleitt.“
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira