Mikilvægt að sækja andlega vellíðan ekki bara í snjallsímann Hersir Aron Ólafsson skrifar 31. janúar 2018 20:00 Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“ Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira