Mikilvægt að sækja andlega vellíðan ekki bara í snjallsímann Hersir Aron Ólafsson skrifar 31. janúar 2018 20:00 Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“ Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent