Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 10:00 Stelpurnar í bandaríska fimleikaliðinu sem vann ÓL-gull í London 2012. Fjórar þeirra voru misnotaðar af Nassar. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30
Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44