Tónlist

Föstudagsplaylisti k.óla

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Pepp-sýn k.óla er upplífgandi.
Pepp-sýn k.óla er upplífgandi. vísir/Aðsend mynd
k.óla er listamannsnafn hinnar 22 ára Katrínar Helgu Ólafsdóttur, en hún gaf út sína fyrstu plötu, GLASMANÍU, í fyrrasumar hjá post-dreifingu.

Hún nemur tónsmíðar við LHÍ og er einnig meðlimur í draumpoppsveitinni Milkhouse. Raftónlist sem er í senn poppuð og undir klassískum áhrif einkennir hljóðheim hennar.

Í sumar gaf post-dreifing út bók Katrínar, Nettspeki, sem samanstendur af samræðum hennar við vini sína um hvað geti talist nett.

Um þessar mundir vinnur hún að stuttskífu sem er ekki komin með ákveðinn útgáfudag. Hún kemur þó út einhvern tímann á næsta ári.

Ekkert sérstakt þema einkennir lagalistann en hún segir þó að hann sé „kannski meira svona gmt playlisti heldur en partýplaylisti.“ Hann eigi þá kannski betur við heima við áður en haldið er af stað í partý.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×