Ólíklegt að lífsýni safni ryki hér eins og í Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2018 19:30 „Þetta er auðvitað sláandi mynd og 200 þúsund sýni sem eru þarna geymd út um alla Ameríku sem enginn veit um,“ segir Hildur Dís Kristjánsdóttir, sérfræðingur á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, um kvikmyndina I am Evidence sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. „Ég tel mjög ólíklegt að slíkt geti komið fyrir á Íslandi. Við erum mjög þröngur hópur sem hefur komið að málum og sjáum um málefni brotaþola,“ segir hún. Kvikmyndin greinir frá því þegar fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit uppgötvuðu árið 2009 um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpinn sem átti sér stað. Í kjölfar fundarins í Detroit hafa fundist um 225 þúsund lífsýni sem hafa safnað ryki víða um Bandaríkin. Í myndinni kemur fram að ef lífsýnin hefðu verið rannsökuð fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir fleiri ofbeldisglæpi. Líkt og áður segir telur Hildur Dís afar ólíklegt að svo alvarleg mistök geti átt sér stað hér á landi.Hún segist ekki vita af tilfellum í Reykjavík þar sem sýni hafi týnst eða ekki nýtt í rannsókn þar sem þau hefðu geta komið að gagni. „Ég hef ekki heyrt af því að það hafi gerst hér í Reykjavík en get ekki fullyrt hvernig það hafi verið úti á landi,“ segir hún. „Hér er þetta þéttur hópur sem hefur aðkomu að málunum bæði hjúkrunarfræðingar og læknar þannig að við erum afar fáir einstaklingar sem höfum aðgang að þessum sýnum.“Sjá: „Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit“ Í svari tæknideildar lögreglu við fyrirspurn fréttastofu segir að nærri öll lífsýni sem send séu lögreglu fari í rannsókn en það sé metið út frá eðli hvers máls fyrir sig. Frá árinu 2005 hafa komið upp 15 mál þar sem lífsýni hafa borist en ekki hefur verið óskað eftir rannsókn á þeim. Varðandi förgun lífsýna þá er það á forræði lögreglustjóra og héraðssaksóknari að taka ákvörðun um það. Lífsýni séu geymd þar til fullnaðarákvörðun liggur fyrir fyrir dómi eða hjá ákæruvaldi.Lífsýnin eru marginnsigluð á neyðarmóttöku og ekki opnuð fyrr en rannsókn lögreglu hefst.Mynd/SkjáskotHjá neyðarmóttökunni eru lífsýnin ekki sjálfkrafa send lögreglu heldur byggir það á því hvort að brotaþoli kæri málið. Hugmyndafræði móttökunnar byggir ávallt á því að brotaþoli ráði för og ef viðkomandi óskar eftir rannsókn kallar lögregla eftir lífsýni. Á meðan lífsýni eru á neyðarmóttökunni eru þau geymd í öruggum hirslum og innsiglaðar í bak og fyrir. Ekki fari á milli mála ef einhver hefur átt við lífsýni. „Hjá okkur geymum við sýni að jafnaði í 16 vikur,“ segir Hildur Dís. „Oft tölum við við lögreglu áður en við förgum sýnum og athugum hvort að lögregla hefur haft aðkomu að málinu og vinnum þetta almennt í mjög góðu samstarfi.“ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
„Þetta er auðvitað sláandi mynd og 200 þúsund sýni sem eru þarna geymd út um alla Ameríku sem enginn veit um,“ segir Hildur Dís Kristjánsdóttir, sérfræðingur á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, um kvikmyndina I am Evidence sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. „Ég tel mjög ólíklegt að slíkt geti komið fyrir á Íslandi. Við erum mjög þröngur hópur sem hefur komið að málum og sjáum um málefni brotaþola,“ segir hún. Kvikmyndin greinir frá því þegar fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit uppgötvuðu árið 2009 um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpinn sem átti sér stað. Í kjölfar fundarins í Detroit hafa fundist um 225 þúsund lífsýni sem hafa safnað ryki víða um Bandaríkin. Í myndinni kemur fram að ef lífsýnin hefðu verið rannsökuð fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir fleiri ofbeldisglæpi. Líkt og áður segir telur Hildur Dís afar ólíklegt að svo alvarleg mistök geti átt sér stað hér á landi.Hún segist ekki vita af tilfellum í Reykjavík þar sem sýni hafi týnst eða ekki nýtt í rannsókn þar sem þau hefðu geta komið að gagni. „Ég hef ekki heyrt af því að það hafi gerst hér í Reykjavík en get ekki fullyrt hvernig það hafi verið úti á landi,“ segir hún. „Hér er þetta þéttur hópur sem hefur aðkomu að málunum bæði hjúkrunarfræðingar og læknar þannig að við erum afar fáir einstaklingar sem höfum aðgang að þessum sýnum.“Sjá: „Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit“ Í svari tæknideildar lögreglu við fyrirspurn fréttastofu segir að nærri öll lífsýni sem send séu lögreglu fari í rannsókn en það sé metið út frá eðli hvers máls fyrir sig. Frá árinu 2005 hafa komið upp 15 mál þar sem lífsýni hafa borist en ekki hefur verið óskað eftir rannsókn á þeim. Varðandi förgun lífsýna þá er það á forræði lögreglustjóra og héraðssaksóknari að taka ákvörðun um það. Lífsýni séu geymd þar til fullnaðarákvörðun liggur fyrir fyrir dómi eða hjá ákæruvaldi.Lífsýnin eru marginnsigluð á neyðarmóttöku og ekki opnuð fyrr en rannsókn lögreglu hefst.Mynd/SkjáskotHjá neyðarmóttökunni eru lífsýnin ekki sjálfkrafa send lögreglu heldur byggir það á því hvort að brotaþoli kæri málið. Hugmyndafræði móttökunnar byggir ávallt á því að brotaþoli ráði för og ef viðkomandi óskar eftir rannsókn kallar lögregla eftir lífsýni. Á meðan lífsýni eru á neyðarmóttökunni eru þau geymd í öruggum hirslum og innsiglaðar í bak og fyrir. Ekki fari á milli mála ef einhver hefur átt við lífsýni. „Hjá okkur geymum við sýni að jafnaði í 16 vikur,“ segir Hildur Dís. „Oft tölum við við lögreglu áður en við förgum sýnum og athugum hvort að lögregla hefur haft aðkomu að málinu og vinnum þetta almennt í mjög góðu samstarfi.“
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira