Ólíklegt að lífsýni safni ryki hér eins og í Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2018 19:30 „Þetta er auðvitað sláandi mynd og 200 þúsund sýni sem eru þarna geymd út um alla Ameríku sem enginn veit um,“ segir Hildur Dís Kristjánsdóttir, sérfræðingur á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, um kvikmyndina I am Evidence sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. „Ég tel mjög ólíklegt að slíkt geti komið fyrir á Íslandi. Við erum mjög þröngur hópur sem hefur komið að málum og sjáum um málefni brotaþola,“ segir hún. Kvikmyndin greinir frá því þegar fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit uppgötvuðu árið 2009 um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpinn sem átti sér stað. Í kjölfar fundarins í Detroit hafa fundist um 225 þúsund lífsýni sem hafa safnað ryki víða um Bandaríkin. Í myndinni kemur fram að ef lífsýnin hefðu verið rannsökuð fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir fleiri ofbeldisglæpi. Líkt og áður segir telur Hildur Dís afar ólíklegt að svo alvarleg mistök geti átt sér stað hér á landi.Hún segist ekki vita af tilfellum í Reykjavík þar sem sýni hafi týnst eða ekki nýtt í rannsókn þar sem þau hefðu geta komið að gagni. „Ég hef ekki heyrt af því að það hafi gerst hér í Reykjavík en get ekki fullyrt hvernig það hafi verið úti á landi,“ segir hún. „Hér er þetta þéttur hópur sem hefur aðkomu að málunum bæði hjúkrunarfræðingar og læknar þannig að við erum afar fáir einstaklingar sem höfum aðgang að þessum sýnum.“Sjá: „Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit“ Í svari tæknideildar lögreglu við fyrirspurn fréttastofu segir að nærri öll lífsýni sem send séu lögreglu fari í rannsókn en það sé metið út frá eðli hvers máls fyrir sig. Frá árinu 2005 hafa komið upp 15 mál þar sem lífsýni hafa borist en ekki hefur verið óskað eftir rannsókn á þeim. Varðandi förgun lífsýna þá er það á forræði lögreglustjóra og héraðssaksóknari að taka ákvörðun um það. Lífsýni séu geymd þar til fullnaðarákvörðun liggur fyrir fyrir dómi eða hjá ákæruvaldi.Lífsýnin eru marginnsigluð á neyðarmóttöku og ekki opnuð fyrr en rannsókn lögreglu hefst.Mynd/SkjáskotHjá neyðarmóttökunni eru lífsýnin ekki sjálfkrafa send lögreglu heldur byggir það á því hvort að brotaþoli kæri málið. Hugmyndafræði móttökunnar byggir ávallt á því að brotaþoli ráði för og ef viðkomandi óskar eftir rannsókn kallar lögregla eftir lífsýni. Á meðan lífsýni eru á neyðarmóttökunni eru þau geymd í öruggum hirslum og innsiglaðar í bak og fyrir. Ekki fari á milli mála ef einhver hefur átt við lífsýni. „Hjá okkur geymum við sýni að jafnaði í 16 vikur,“ segir Hildur Dís. „Oft tölum við við lögreglu áður en við förgum sýnum og athugum hvort að lögregla hefur haft aðkomu að málinu og vinnum þetta almennt í mjög góðu samstarfi.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
„Þetta er auðvitað sláandi mynd og 200 þúsund sýni sem eru þarna geymd út um alla Ameríku sem enginn veit um,“ segir Hildur Dís Kristjánsdóttir, sérfræðingur á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, um kvikmyndina I am Evidence sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. „Ég tel mjög ólíklegt að slíkt geti komið fyrir á Íslandi. Við erum mjög þröngur hópur sem hefur komið að málum og sjáum um málefni brotaþola,“ segir hún. Kvikmyndin greinir frá því þegar fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit uppgötvuðu árið 2009 um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpinn sem átti sér stað. Í kjölfar fundarins í Detroit hafa fundist um 225 þúsund lífsýni sem hafa safnað ryki víða um Bandaríkin. Í myndinni kemur fram að ef lífsýnin hefðu verið rannsökuð fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir fleiri ofbeldisglæpi. Líkt og áður segir telur Hildur Dís afar ólíklegt að svo alvarleg mistök geti átt sér stað hér á landi.Hún segist ekki vita af tilfellum í Reykjavík þar sem sýni hafi týnst eða ekki nýtt í rannsókn þar sem þau hefðu geta komið að gagni. „Ég hef ekki heyrt af því að það hafi gerst hér í Reykjavík en get ekki fullyrt hvernig það hafi verið úti á landi,“ segir hún. „Hér er þetta þéttur hópur sem hefur aðkomu að málunum bæði hjúkrunarfræðingar og læknar þannig að við erum afar fáir einstaklingar sem höfum aðgang að þessum sýnum.“Sjá: „Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit“ Í svari tæknideildar lögreglu við fyrirspurn fréttastofu segir að nærri öll lífsýni sem send séu lögreglu fari í rannsókn en það sé metið út frá eðli hvers máls fyrir sig. Frá árinu 2005 hafa komið upp 15 mál þar sem lífsýni hafa borist en ekki hefur verið óskað eftir rannsókn á þeim. Varðandi förgun lífsýna þá er það á forræði lögreglustjóra og héraðssaksóknari að taka ákvörðun um það. Lífsýni séu geymd þar til fullnaðarákvörðun liggur fyrir fyrir dómi eða hjá ákæruvaldi.Lífsýnin eru marginnsigluð á neyðarmóttöku og ekki opnuð fyrr en rannsókn lögreglu hefst.Mynd/SkjáskotHjá neyðarmóttökunni eru lífsýnin ekki sjálfkrafa send lögreglu heldur byggir það á því hvort að brotaþoli kæri málið. Hugmyndafræði móttökunnar byggir ávallt á því að brotaþoli ráði för og ef viðkomandi óskar eftir rannsókn kallar lögregla eftir lífsýni. Á meðan lífsýni eru á neyðarmóttökunni eru þau geymd í öruggum hirslum og innsiglaðar í bak og fyrir. Ekki fari á milli mála ef einhver hefur átt við lífsýni. „Hjá okkur geymum við sýni að jafnaði í 16 vikur,“ segir Hildur Dís. „Oft tölum við við lögreglu áður en við förgum sýnum og athugum hvort að lögregla hefur haft aðkomu að málinu og vinnum þetta almennt í mjög góðu samstarfi.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira