Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 18:38 Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið um 400 milljónir frá íslenskum bönkum og langstærstum hluta þess frá Landsbankanum. Vísir Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband. Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband.
Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira