„Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 12:19 Guðrún Hafsteinsdóttir og Kristrún Frostadóttir ræddu stöðu efnahagsmála í sérstakri umræðu á Alþingi í morgun. Vísir/Ívar Fannar/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera að taka til eftir óstjórn í ríkisfjármálum á síðustu árum en sérstök umræða um efnahagsmál er í gangi á Alþingi að beiðni Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokks. Guðrún sagði stöðu hagkerfisins erfiða og að atvinnulífið ætti undir högg að sækja. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins óskaði undir lok október eftir sérstakri umræðu um stöðu efnahagsmála. Í ræðu sinni við umræðuna í morgun nefndi hún meðal annars stöðuna á Grundartanga hjá Elkem og Norðuráli, uppsagnir vegna falls Play og í sjávarútvegi og óvissu um veiðar á loðnu, markíl og kolmunna. „Merkin úr hagkerfinu endurspegla sama vanda, aðalhagfræðingur Landsbankans telur nær engar líkur á vaxtalækkun, verðbólga hefur hækkað og er yfir markmiði Seðlabankans. Undirliggjandi mælikvarðar ýta í sömu hátt, þetta eru veruleiki sem snertir fyrirtæki og heimili beint í gegnum fjármögnunarkjör,“ sagði Guðrún og bætti við að í þessu árferði dygðu engin innantóm slagorð heldur aðgerðir sem almenningur fyndi fyrir. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi“ Guðrún spurði hvernig ríkisstjórnin ætlaði að endurraða útgjöldum án þess að verðbólga myndi aukast og hvaða aðgerðir ríkisstjórnin sæi strax fyrir sér til að vernda störf. „Við höfum þegar séð hvað virkar þegar áföll dynja yfir og við vitum hvað virkar þegar kemur að því að efla samkeppnishæfni landsins. Ríkisstjórn sem ætlar að rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu hlýtur að átta sig á því að sú stefna sem hingað til hefur verið lögð á borð gengur þvert á öll slík loforð. Þá ræddi Guðrún hækkanir skatta og opinberra álaga og sagði það vinna gegn aukinni verðmætasköpun. Það væri það eina sem ríkisstjórnin hafi sett á dagskrá sem snerti rekstrarumhverfi fyrirtækja. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi. Óveðursskýið sem vofir yfir hagkerfinu hangir ekki í neinum hliðarveruleika við þessa ríkisstjórn.“ „Þetta eru ekki bara frasar“ Kristún Frostadóttir var til svars og sagði síðustu ríkisstjórn hafa misst stjórnina, hafi kynt undir þenslu og rekið ríkið á yfirdrætti. Óstjórn hafi verið í ríkisfjármálum. „Núna erum við að laga, við erum að ná aftur stjórn eftir óstjórn síðustu ára með stefnufestu og með því að taka erfiðar ákvarðanir, ekki gera allt fyrir alla. Með því að innleiða stöðugleika, með því að stöðva hallareksturinn, með hundrað milljarða hagræðingaðgerðum og hallalausum ríkisfjármálum í fyrsta skipti í tíu ár.“ „Þetta eru ekki bara frasar heldur liggja fyrir fjöldamörg frumvörp um þessi mál í þinginu,“ bætti Kristrún við. Ætlar ekki að fara leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks Hún sagði stóru myndina vera sú að staðan væri betri nú en í stöðu síðustu ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan hefur farið niður og verðbólgan mun fara niður á næstu misserum. Við erum að ná styrkari stjórn og munum endurheimta jafnvægi í íslensku efnahagslífi.“ „Hér á Alþingi erum við spurð á hverjum degi hvort við ætlum ekki að rífa í bremsuna og breyta um stefnu. Hvort við ætlum ekki að lækka þessa skatta og auka þessi útgjöld. Eyða meira, afla minna og auka hallann. Svarið er nei, það kemur ekki til greina. Ætlum við ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla, fara þessa leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar.“ Kristrún sagði alltaf koma upp áföll í atvinnulífi þjóðarinnar líkt og að undanförnu, þau væru alvarleg. „Almennt vil ég segja að þessi ríkisstjórn bregst ekki við með því að stíga inn í rekstur fyrirtækja heldur með almennum hætti. Við erum í góðu samtali við þróunarfélag Grundartanga um mögulegar aðgerðir, við höfum unnið þétt með Norðurþingi vegna stöðunnar sem þar er, við erum að vinna að atvinnustefnu, við erum að einfalda regluverk og við erum að höggva á hnúta í raforkumálum,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins óskaði undir lok október eftir sérstakri umræðu um stöðu efnahagsmála. Í ræðu sinni við umræðuna í morgun nefndi hún meðal annars stöðuna á Grundartanga hjá Elkem og Norðuráli, uppsagnir vegna falls Play og í sjávarútvegi og óvissu um veiðar á loðnu, markíl og kolmunna. „Merkin úr hagkerfinu endurspegla sama vanda, aðalhagfræðingur Landsbankans telur nær engar líkur á vaxtalækkun, verðbólga hefur hækkað og er yfir markmiði Seðlabankans. Undirliggjandi mælikvarðar ýta í sömu hátt, þetta eru veruleiki sem snertir fyrirtæki og heimili beint í gegnum fjármögnunarkjör,“ sagði Guðrún og bætti við að í þessu árferði dygðu engin innantóm slagorð heldur aðgerðir sem almenningur fyndi fyrir. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi“ Guðrún spurði hvernig ríkisstjórnin ætlaði að endurraða útgjöldum án þess að verðbólga myndi aukast og hvaða aðgerðir ríkisstjórnin sæi strax fyrir sér til að vernda störf. „Við höfum þegar séð hvað virkar þegar áföll dynja yfir og við vitum hvað virkar þegar kemur að því að efla samkeppnishæfni landsins. Ríkisstjórn sem ætlar að rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu hlýtur að átta sig á því að sú stefna sem hingað til hefur verið lögð á borð gengur þvert á öll slík loforð. Þá ræddi Guðrún hækkanir skatta og opinberra álaga og sagði það vinna gegn aukinni verðmætasköpun. Það væri það eina sem ríkisstjórnin hafi sett á dagskrá sem snerti rekstrarumhverfi fyrirtækja. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi. Óveðursskýið sem vofir yfir hagkerfinu hangir ekki í neinum hliðarveruleika við þessa ríkisstjórn.“ „Þetta eru ekki bara frasar“ Kristún Frostadóttir var til svars og sagði síðustu ríkisstjórn hafa misst stjórnina, hafi kynt undir þenslu og rekið ríkið á yfirdrætti. Óstjórn hafi verið í ríkisfjármálum. „Núna erum við að laga, við erum að ná aftur stjórn eftir óstjórn síðustu ára með stefnufestu og með því að taka erfiðar ákvarðanir, ekki gera allt fyrir alla. Með því að innleiða stöðugleika, með því að stöðva hallareksturinn, með hundrað milljarða hagræðingaðgerðum og hallalausum ríkisfjármálum í fyrsta skipti í tíu ár.“ „Þetta eru ekki bara frasar heldur liggja fyrir fjöldamörg frumvörp um þessi mál í þinginu,“ bætti Kristrún við. Ætlar ekki að fara leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks Hún sagði stóru myndina vera sú að staðan væri betri nú en í stöðu síðustu ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan hefur farið niður og verðbólgan mun fara niður á næstu misserum. Við erum að ná styrkari stjórn og munum endurheimta jafnvægi í íslensku efnahagslífi.“ „Hér á Alþingi erum við spurð á hverjum degi hvort við ætlum ekki að rífa í bremsuna og breyta um stefnu. Hvort við ætlum ekki að lækka þessa skatta og auka þessi útgjöld. Eyða meira, afla minna og auka hallann. Svarið er nei, það kemur ekki til greina. Ætlum við ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla, fara þessa leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar.“ Kristrún sagði alltaf koma upp áföll í atvinnulífi þjóðarinnar líkt og að undanförnu, þau væru alvarleg. „Almennt vil ég segja að þessi ríkisstjórn bregst ekki við með því að stíga inn í rekstur fyrirtækja heldur með almennum hætti. Við erum í góðu samtali við þróunarfélag Grundartanga um mögulegar aðgerðir, við höfum unnið þétt með Norðurþingi vegna stöðunnar sem þar er, við erum að vinna að atvinnustefnu, við erum að einfalda regluverk og við erum að höggva á hnúta í raforkumálum,“ sagði Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira