Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira