Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2018 13:00 Darren Till hefur gengið í gegnum margt og ætlar sér stóra hluti. vísir/getty Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. Þetta er 25 ára gamalt jólabarn sem á afmæli á aðfangadag. Hann kemur frá Liverpool og byrjaði að æfa muay thai er hann var 12 ára gamall. Þá strax var ljóst hvert leið hans myndi liggja í lífinu. Hann var í raun óþekktur bardagamaður þar til í október á síðasta ári er hann pakkaði Donald „Cowboy“ Cerrone saman í fyrstu lotu í bardaga í Póllandi. Þá komst hann á kortið með stæl og var valinn „breakthrough“ bardagamaður ársins hjá UFC.Afdrifaríkt partí Leiðin í sviðsljósið og inn á styrkleikalista UFC hefur þó ekki verið auðveld fyrir Till. Er hann var 19 ára gamall þá breyttist líf hans til frambúðar er hann var stunginn tvisvar í bakið og mátti þakka fyrir að lifa af. „Ég var staddur í partí og það brutust út slagsmál. Ég stökk til að hjálpa vini mínum þegar ég er stunginn tvisvar í bakið,“ segir Till sem þá var í ekkert allt of góðum félagsskap.Till þjarmar hér að kúrekanum í Póllandi.vísir/gettyÞjálfarinn hans, Colin Heron, stakk þá upp á því að hann færi til Brasilíu þar sem hann æfði undir handleiðslu Marcelo Brigadeiro hjá Astra Fight Team. Þangað fór hann með takmörkuð fjárráð og kunni þess utan ekki staf í portúgölsku. „Ég hef ekki verið í skóla síðan ég var 14 ára. Að berjast hefur alltaf verið mín vinna. Það var hræðilega erfitt fyrir mig að koma fyrst til Brasilíu. Ég skildi engan og menningin allt önnur. Ég beit á jaxlinn og setti mér það markmið að læra tungumálið og verða besti bardagamaðurinn í Brasilíu,“ sagði Till en í Brasilíu lærði hann blandaðar bardagalistir eða MMA. „Ég kunni alltaf að kýla en glíman var engin hjá mér. Ég lagði mikið á mig og var farinn að vinna menn með svarta beltið í gólfinu áður en ég vissi af. Eftir erfiða tvo mánuði í Brasilíu varð allt auðveldara og í dag lít ég á Brasilíu sem mitt annað heimili.“Skildi dóttur sína eftir í Brasilíu Jólin 2016 tók Till svo þá erfiðu ákvörðun að snúa aftur til Liverpool. Aftur til Heron sem ætlaði að hjálpa honum að verða að fullkomnum bardagamanni. Það sem gerði þá ákvörðun erfiða var sú staðreynd að Till var búinn að eignast dóttur sem hann þurfti að skilja eftir.Till er stór og afar kröftugur.vísir/getty„Það var mjög erfitt að fara frá henni því hún er ljósið mitt. Þetta er önnur hindrun í mínu lífi sem ég þarf að komast yfir. Ég er að gera þetta fyrir hana og móður hennar því ég vil að við eigum gott líf,“ segir Till. „Ég veit að dóttir mín mun fylgjast með mér í sjónvarpinu er ég fer að fá góða peninga frá UFC. Það mun gera þessa fórn þess virði.“ Till barðist sinn fyrsta bardaga hjá UFC í maí árið 2015. Eftir sinn annan bardaga í október sama ár þá meiddist hann alvarlega á öxl og var frá í tæp tvö ár. Hann snéri svo aftur í maí á síðasta ári. Náði þremur bardögum í UFC og vann þá alla. Sá síðasti gegn Cowboy. Bardaginn sem skaut honum upp á stjörnuhimininn. Till er búinn með 17 bardaga á ferlinum og hefur unnið 16 af þeim. Einn endaði með jafntefli. Það var annar bardaginn hans hjá UFC. Hann er því eðlilega með sjálfstraustið í botni og trúir því að hann geti farið alla leið hjá UFC. MMA Tengdar fréttir „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. Þetta er 25 ára gamalt jólabarn sem á afmæli á aðfangadag. Hann kemur frá Liverpool og byrjaði að æfa muay thai er hann var 12 ára gamall. Þá strax var ljóst hvert leið hans myndi liggja í lífinu. Hann var í raun óþekktur bardagamaður þar til í október á síðasta ári er hann pakkaði Donald „Cowboy“ Cerrone saman í fyrstu lotu í bardaga í Póllandi. Þá komst hann á kortið með stæl og var valinn „breakthrough“ bardagamaður ársins hjá UFC.Afdrifaríkt partí Leiðin í sviðsljósið og inn á styrkleikalista UFC hefur þó ekki verið auðveld fyrir Till. Er hann var 19 ára gamall þá breyttist líf hans til frambúðar er hann var stunginn tvisvar í bakið og mátti þakka fyrir að lifa af. „Ég var staddur í partí og það brutust út slagsmál. Ég stökk til að hjálpa vini mínum þegar ég er stunginn tvisvar í bakið,“ segir Till sem þá var í ekkert allt of góðum félagsskap.Till þjarmar hér að kúrekanum í Póllandi.vísir/gettyÞjálfarinn hans, Colin Heron, stakk þá upp á því að hann færi til Brasilíu þar sem hann æfði undir handleiðslu Marcelo Brigadeiro hjá Astra Fight Team. Þangað fór hann með takmörkuð fjárráð og kunni þess utan ekki staf í portúgölsku. „Ég hef ekki verið í skóla síðan ég var 14 ára. Að berjast hefur alltaf verið mín vinna. Það var hræðilega erfitt fyrir mig að koma fyrst til Brasilíu. Ég skildi engan og menningin allt önnur. Ég beit á jaxlinn og setti mér það markmið að læra tungumálið og verða besti bardagamaðurinn í Brasilíu,“ sagði Till en í Brasilíu lærði hann blandaðar bardagalistir eða MMA. „Ég kunni alltaf að kýla en glíman var engin hjá mér. Ég lagði mikið á mig og var farinn að vinna menn með svarta beltið í gólfinu áður en ég vissi af. Eftir erfiða tvo mánuði í Brasilíu varð allt auðveldara og í dag lít ég á Brasilíu sem mitt annað heimili.“Skildi dóttur sína eftir í Brasilíu Jólin 2016 tók Till svo þá erfiðu ákvörðun að snúa aftur til Liverpool. Aftur til Heron sem ætlaði að hjálpa honum að verða að fullkomnum bardagamanni. Það sem gerði þá ákvörðun erfiða var sú staðreynd að Till var búinn að eignast dóttur sem hann þurfti að skilja eftir.Till er stór og afar kröftugur.vísir/getty„Það var mjög erfitt að fara frá henni því hún er ljósið mitt. Þetta er önnur hindrun í mínu lífi sem ég þarf að komast yfir. Ég er að gera þetta fyrir hana og móður hennar því ég vil að við eigum gott líf,“ segir Till. „Ég veit að dóttir mín mun fylgjast með mér í sjónvarpinu er ég fer að fá góða peninga frá UFC. Það mun gera þessa fórn þess virði.“ Till barðist sinn fyrsta bardaga hjá UFC í maí árið 2015. Eftir sinn annan bardaga í október sama ár þá meiddist hann alvarlega á öxl og var frá í tæp tvö ár. Hann snéri svo aftur í maí á síðasta ári. Náði þremur bardögum í UFC og vann þá alla. Sá síðasti gegn Cowboy. Bardaginn sem skaut honum upp á stjörnuhimininn. Till er búinn með 17 bardaga á ferlinum og hefur unnið 16 af þeim. Einn endaði með jafntefli. Það var annar bardaginn hans hjá UFC. Hann er því eðlilega með sjálfstraustið í botni og trúir því að hann geti farið alla leið hjá UFC.
MMA Tengdar fréttir „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti