Einn mesti tuddinn í deildinni sér nú um öryggi leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 George Parros lenti í mörgum slagsmálum inn á vellinum á ferlinum. Vísir/Getty Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann. Aðrar íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira