Þetta kemur fram í frétt BBC sem byggir á nýrri könnun Global Sports Salaries Survey, árlegri könnun sem tekur saman launatölur á heimsvísu í vinsælustu íþróttagreinunum.
United er í könnunninni sagt borga 6,5 milljónir punda á ári að meðaltali til byrjunarliðsmanna. City borgar 5,9, Chelsea rétt rúmar 5, Liverpool 4,8 líkt og Arsenal. Tottenham borgar minnst í laun af hinum hefðbundnu topp sex liðum, Harry Kane og félagar fá að meðaltali 3,5 milljónir punda á ári.

United er inni á lista yfir topp 10 launahæstu byrjunarliðin ásamt Real Madrid og Juventus. Hin sex liðin eru úr bandarísku NBA deildinni, meistararnir í Golden State Warriors eru í 4. sæti. Manchester City er í 20. sæti listans.
Lið í ensku úrvalsdeildinni eyða að meðalatali meira en nokkur önnur fótboltalið. Lið í NFL deildinni borga hins vegar mest á hvern leik sem spilaður er.
Í könnunninni segir að í íslensku Pepsideildinni séu liðin að borga rétt um 12 þúsund pund á ári sem eru tæpar 2 milljónir íslenskra króna á ári eða um 160 þúsund á mánuði.
Skýrslu könnunnarinnar í heild sinni má lesa hér.
