Frábært að fólk fylgist með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Guðbjörg Jóna hefur náð eftirtektarverðum árangri. vísir/skjáskot „Ég vissi þannig séð að ég myndi enda á palli í 200 metra hlaupi en 100 metrarnir komu á óvart. Ég var með áttunda besta tímann inn í úrslitin. Það var gaman að komast þangað og geggjað að verða í 1. sæti,“ sagði Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðbjörg gerði sér lítið fyrir og vann til tvennra verðlauna á Evrópumeistaramóti 18 ára og yngri í Györ í Ungverjalandi sem lauk í gær. Á föstudaginn kom hún fyrst í mark í úrslitum í 100 metra hlaupi. Sigurtíminn var 11,75 sekúndur en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan Pameru Losange frá Frakklandi og Boglörku Takács frá Ungverjalandi. Besti tími hennar í greininni er 11,68 sekúndur. Á laugardaginn bætti Guðbjörg svo bronsmedalíu í safnið þegar hún varð þriðja í úrslitum í 200 metra hlaupi sem er hennar sterkasta grein. Hún var með næstbesta tímann inn í úrslitin; 23,70 sekúndur. Í úrslitunum kom Guðbjörg í mark á 23,73 sekúndum en hennar besti tími í greininni er 23,61 sekúnda.Adeleke Rhasidat frá Írlandi varð hlutskörpust á 23,52 sekúndum og hin franska Joseph Gemima varð önnur á 23,60 sekúndum. „Markmiðið var að komast í úrslit og ná sem bestum tíma en ekkert endilega að komast á pall,“ segir Guðbjörg um væntingarnar fyrir 200 metra hlaupið. Hún kveðst ánægð með tímana sem hún náði á EM, ekki síst þegar tekið er mið af álaginu sem er á hlaupurum á mótum sem þessum. „Sérstaklega miðað við hvað þetta eru mörg hlaup. Það er ekkert alltaf hægt að hlaupa á bestu tímunum eftir 4–5 hlaup. Þetta voru mjög góðir tímar miðað við það,“ segir Guðbjörg sem hefur æft frjálsar íþróttir í sex ár. Frá 14 ára aldri hefur hún einbeitt sér að hlaupum. Eins og áður sagði er 200 metra hlaup sterkasta grein Guðbjargar. Hún gæti þó einbeitt sér meira að 400 metra hlaupi eftir því sem fram líða stundir. „Hundrað metra hlaup er eiginlega of stutt fyrir mig því ég er betri í endann. Það er betra fyrir mig að vera í aðeins lengri hlaupum,“ segir Guðbjörg sem hefur keppt í 400 metra hlaupi þótt hún æfi ekki sérstaklega fyrir það. Guðbjörg vonast til að geta nýtt meðbyrinn sem hún fékk á EM í næstu verkefni hjá sér. Hún er jafnframt þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið síðustu daga. „Vonandi get ég bætt tímana mína og það væri gaman að komast oftar á pall. Það er frábært að vita að maður geti gert þetta og fá allan þennan stuðning. Ég hef fengið fullt af skilaboðum og það er frábært að fólk sé að fylgjast með þessu. Það ýtir manni áfram til að bæta sig á æfingum og í keppni,“ segir Guðbjörg sem verður ekki 17 ára fyrr en á aðfangadag. En hvernig sér hún fyrir sér næstu skref á ferlinum og framhaldið? „Mig langar kannski að fara í skóla til Bandaríkjanna eftir menntaskólann en það kemur bara allt í ljós. Það er langt þangað til maður þarf að fara að pæla í því,“ segir Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45 Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22 Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
„Ég vissi þannig séð að ég myndi enda á palli í 200 metra hlaupi en 100 metrarnir komu á óvart. Ég var með áttunda besta tímann inn í úrslitin. Það var gaman að komast þangað og geggjað að verða í 1. sæti,“ sagði Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðbjörg gerði sér lítið fyrir og vann til tvennra verðlauna á Evrópumeistaramóti 18 ára og yngri í Györ í Ungverjalandi sem lauk í gær. Á föstudaginn kom hún fyrst í mark í úrslitum í 100 metra hlaupi. Sigurtíminn var 11,75 sekúndur en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan Pameru Losange frá Frakklandi og Boglörku Takács frá Ungverjalandi. Besti tími hennar í greininni er 11,68 sekúndur. Á laugardaginn bætti Guðbjörg svo bronsmedalíu í safnið þegar hún varð þriðja í úrslitum í 200 metra hlaupi sem er hennar sterkasta grein. Hún var með næstbesta tímann inn í úrslitin; 23,70 sekúndur. Í úrslitunum kom Guðbjörg í mark á 23,73 sekúndum en hennar besti tími í greininni er 23,61 sekúnda.Adeleke Rhasidat frá Írlandi varð hlutskörpust á 23,52 sekúndum og hin franska Joseph Gemima varð önnur á 23,60 sekúndum. „Markmiðið var að komast í úrslit og ná sem bestum tíma en ekkert endilega að komast á pall,“ segir Guðbjörg um væntingarnar fyrir 200 metra hlaupið. Hún kveðst ánægð með tímana sem hún náði á EM, ekki síst þegar tekið er mið af álaginu sem er á hlaupurum á mótum sem þessum. „Sérstaklega miðað við hvað þetta eru mörg hlaup. Það er ekkert alltaf hægt að hlaupa á bestu tímunum eftir 4–5 hlaup. Þetta voru mjög góðir tímar miðað við það,“ segir Guðbjörg sem hefur æft frjálsar íþróttir í sex ár. Frá 14 ára aldri hefur hún einbeitt sér að hlaupum. Eins og áður sagði er 200 metra hlaup sterkasta grein Guðbjargar. Hún gæti þó einbeitt sér meira að 400 metra hlaupi eftir því sem fram líða stundir. „Hundrað metra hlaup er eiginlega of stutt fyrir mig því ég er betri í endann. Það er betra fyrir mig að vera í aðeins lengri hlaupum,“ segir Guðbjörg sem hefur keppt í 400 metra hlaupi þótt hún æfi ekki sérstaklega fyrir það. Guðbjörg vonast til að geta nýtt meðbyrinn sem hún fékk á EM í næstu verkefni hjá sér. Hún er jafnframt þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið síðustu daga. „Vonandi get ég bætt tímana mína og það væri gaman að komast oftar á pall. Það er frábært að vita að maður geti gert þetta og fá allan þennan stuðning. Ég hef fengið fullt af skilaboðum og það er frábært að fólk sé að fylgjast með þessu. Það ýtir manni áfram til að bæta sig á æfingum og í keppni,“ segir Guðbjörg sem verður ekki 17 ára fyrr en á aðfangadag. En hvernig sér hún fyrir sér næstu skref á ferlinum og framhaldið? „Mig langar kannski að fara í skóla til Bandaríkjanna eftir menntaskólann en það kemur bara allt í ljós. Það er langt þangað til maður þarf að fara að pæla í því,“ segir Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45 Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22 Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45
Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22
Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20