Innlent

Ásökun um ofbeldi með fundartækni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Forystumenn í Kópavogi.
Forystumenn í Kópavogi. Fréttablaðið/Eyþór
„Tillögu um lýðræðisumbætur í bæjarstjórn er hér vísað frá með fundartæknilegu ofbeldi,“ segir í bókun fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs.

„Hér ákveður meirihluti bæjarstjórnar að taka ekki umræðuna, taka ekki afstöðu og brjóta því með yfirgengilegum hætti lýðræðislegar leikreglur,“ sagði minnihlutinn.

Málið varðar tillögu um fjölgun bæjarfulltrúa.

„Við vinnu á þessum breytingum á bæjarmálasamþykkt var ákveðið, af öllum í bæjarstjórn, að fjölga ekki bæjarfulltrúum,“ bókaði meirihlutinn sem kveður tillögu um málið vera rof á sáttaferli.

„Því er hafnað að hér sé verið að beita fundartæknilegu ofbeldi. Umræða fór fram í bæjarráði, forsætisnefnd og bæjarstjórn.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×