Jafet fékk að eiga Bensa bikarinn: Fólk á Íslandi hrætt við það sem það þekkir ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 20:45 Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í gærkvöldi en mótið fór fram í hinum nýja Mjölniskastala. Hann stefnir nú á atvinnumennsku. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Jafet Örn keppir í -75 kílógramma flokki og hefur verið afar sigursæll síðustu ár. Svo vel að hann hefur fengið hinn eftirsótta Bensa bikar til eignar, eftir að hafa fengið hann afhentan þrisvar í röð. Bensa bikarinn fær sá hnefaleikakappi sem talið er hafa staðið sig best á Íslandsmótinu í hvert sinn. Í úrslitum lagði Jafet Arnór Má Grímsson, en bardaginn þótti afar jafn. Dómarar voru ekki einhuga, ákvörðunin var klofin eins og sagt er, en Jafet stóð uppi sem sigurvegari. „Arnór er mjög efnilegur strákur og þetta var hörku bardagi alveg eins og í fyrra. Bara mjög skemmtilegt,“ sagði Jafet Örn Þorsteinsson í samtali við Kjartan Atla. Alls var keppt í átta flokkum, sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Jafet segir að hnefaleikar séu vaxandi á Íslandi, en samt telur hann Íslendinga var svolítið fordómafulla í garð íþróttarinnar. „Ísland er mjög eftirá. Þetta var bannað svo lengi hérna og fólk er bara hrætt við það sem það þekkir ekki,“ sagði Jafet Örn. Nú hefur Jafet átt frábæru gengi að fagna í mótum hér á landi, en hver eru næstu skref? „Ég stefni á Norðurlandamót núna og ná svo fyrsta atvinnumannabardaganum í lok árs. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verður í Svíþjóð eða Danmörku,“ sagði Jafet Örn. Box Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í gærkvöldi en mótið fór fram í hinum nýja Mjölniskastala. Hann stefnir nú á atvinnumennsku. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Jafet Örn keppir í -75 kílógramma flokki og hefur verið afar sigursæll síðustu ár. Svo vel að hann hefur fengið hinn eftirsótta Bensa bikar til eignar, eftir að hafa fengið hann afhentan þrisvar í röð. Bensa bikarinn fær sá hnefaleikakappi sem talið er hafa staðið sig best á Íslandsmótinu í hvert sinn. Í úrslitum lagði Jafet Arnór Má Grímsson, en bardaginn þótti afar jafn. Dómarar voru ekki einhuga, ákvörðunin var klofin eins og sagt er, en Jafet stóð uppi sem sigurvegari. „Arnór er mjög efnilegur strákur og þetta var hörku bardagi alveg eins og í fyrra. Bara mjög skemmtilegt,“ sagði Jafet Örn Þorsteinsson í samtali við Kjartan Atla. Alls var keppt í átta flokkum, sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Jafet segir að hnefaleikar séu vaxandi á Íslandi, en samt telur hann Íslendinga var svolítið fordómafulla í garð íþróttarinnar. „Ísland er mjög eftirá. Þetta var bannað svo lengi hérna og fólk er bara hrætt við það sem það þekkir ekki,“ sagði Jafet Örn. Nú hefur Jafet átt frábæru gengi að fagna í mótum hér á landi, en hver eru næstu skref? „Ég stefni á Norðurlandamót núna og ná svo fyrsta atvinnumannabardaganum í lok árs. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verður í Svíþjóð eða Danmörku,“ sagði Jafet Örn.
Box Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira