Ráðherra eflir vöktun á ástandi Mývatns Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2017 17:47 Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi. vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar. Slíkt sé nauðsynlegur þáttur í tengslum við aðgerðir til að draga úr áhrifum mannsins á lífríki vatnsins, svo sem í fráveitumálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Líkt og miðlar 365 hafa mikið fjallað um síðasta ári eru frárennslismál Skútustaðahrepps ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að lífríki Mývatns hafi verið vaktað um áratugaskeið, einkum af RAMÝ. „Að mati RAMÝ og annarra er æskilegt að efla vöktun á sumum þáttum, sérstaklega innstreymi næringarefna í vatnið og blábakteríu- og þörungablómum, sem eru mjög umfangsmiklir sum ár en minni önnur. Ráðuneytið lét gera samantekt á stöðu mála varðandi uppsprettur og innstreymi næringarefna í Mývatn, sem kom út í ársbyrjun 2016, en þar og í skýrslu starfshóps um málefni Mývatns síðar á árinu komu fram tillögur um að efla vöktun á þessum þáttum. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur óskað eftir áætlunum um umbætur í fráveitumálum frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps og rekstaraðilum við Mývatn fyrir 17. júní nk. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir aðstoð frá ríkisvaldinu við þetta verkefni og sent erindi þess efnis. Ríkisstjórnin samþykkti 5. maí heimild til að ræða við sveitarfélagið um mögulega aðkomu ríkisins að fráveituframkvæmdum. Efling vöktunar er nauðsynlegur þáttur í þeirri umræðu. Með henni er vonast til að fáist betri mynd af innstreymi næringarefna í Mývatn og hlut einstakra uppsprettna, sem geti gagnast varðandi áherslur og forgangsröðun aðgerða. Einnig getur betri vöktun gagnast í framtíðinni við að meta árangur aðgerða. Stefnt er að því að efld vöktun á næringarefnum og blábakteríu- og þörungasvifi hefjist strax nú í sumar, en að heildstæð vöktunaráætlun á Mývatni, þar sem tillit er tekið til fleiri þátta og núverandi vöktun er felld inn, liggi fyrir í haust,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00 Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00 Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar. Slíkt sé nauðsynlegur þáttur í tengslum við aðgerðir til að draga úr áhrifum mannsins á lífríki vatnsins, svo sem í fráveitumálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Líkt og miðlar 365 hafa mikið fjallað um síðasta ári eru frárennslismál Skútustaðahrepps ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að lífríki Mývatns hafi verið vaktað um áratugaskeið, einkum af RAMÝ. „Að mati RAMÝ og annarra er æskilegt að efla vöktun á sumum þáttum, sérstaklega innstreymi næringarefna í vatnið og blábakteríu- og þörungablómum, sem eru mjög umfangsmiklir sum ár en minni önnur. Ráðuneytið lét gera samantekt á stöðu mála varðandi uppsprettur og innstreymi næringarefna í Mývatn, sem kom út í ársbyrjun 2016, en þar og í skýrslu starfshóps um málefni Mývatns síðar á árinu komu fram tillögur um að efla vöktun á þessum þáttum. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur óskað eftir áætlunum um umbætur í fráveitumálum frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps og rekstaraðilum við Mývatn fyrir 17. júní nk. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir aðstoð frá ríkisvaldinu við þetta verkefni og sent erindi þess efnis. Ríkisstjórnin samþykkti 5. maí heimild til að ræða við sveitarfélagið um mögulega aðkomu ríkisins að fráveituframkvæmdum. Efling vöktunar er nauðsynlegur þáttur í þeirri umræðu. Með henni er vonast til að fáist betri mynd af innstreymi næringarefna í Mývatn og hlut einstakra uppsprettna, sem geti gagnast varðandi áherslur og forgangsröðun aðgerða. Einnig getur betri vöktun gagnast í framtíðinni við að meta árangur aðgerða. Stefnt er að því að efld vöktun á næringarefnum og blábakteríu- og þörungasvifi hefjist strax nú í sumar, en að heildstæð vöktunaráætlun á Mývatni, þar sem tillit er tekið til fleiri þátta og núverandi vöktun er felld inn, liggi fyrir í haust,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00 Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00 Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00
Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00
Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07