Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn Svavar Hávarðsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Í Mývatnssveit eru frárennslismál ekki í samræmi við lög. vísir/vilhelm „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, í nýjasta fréttabréfi sveitarfélagsins. „Hver einasti aðili sem ég og aðrir fulltrúar sveitarstjórnar höfum rætt við undanfarnar vikur hefur sýnt frárennslismálunum skilning en það sorglega í þessu er að enginn af þeim þremur ráðherrum sem hafa völdin í hendi sér, það er umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármálaráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála, hefur tekið af skarið,“ heldur Þorsteinn áfram.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri SkútustaðahreppsEins og komið hefur fram í fréttum síðasta árið eru frárennslismál sveitarfélagsins ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Sveitarfélagið ræður hins vegar ekki við að bæta frárennslismál sín sjálft, enda munu þær umbætur kosta um 400 milljónir króna, að talið er. Ráðamenn í Skútustaðahreppi hafa því lengi leitað eftir aðstoð ríkisins og þrýstingur á aðgerðir aukist eftir umfjöllun um málið að undanförnu. „Flestir þingmenn kjördæmisins hafa tekið mjög vel í málaleitan okkar og lagt sitt lóð á vogarskálarnar en það er ráðherranna að klára málið,“ skrifar Þorsteinn sem kveður nú enn hert að sveitarfélaginu og rekstraraðilum með bréfum sem bárust heilbrigðiseftirlitinu. „Sveitarstjórn hefur brugðist við með því að fara fram á það við heilbrigðiseftirlitið að það sinni leiðbeiningarskyldu sinni sem opinbert stjórnvald og fundi með sveitarfélaginu og rekstraraðilum. Ýmsir aðilar hafa sett sig í samband við mig og sveitarstjórnarfulltrúa til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum af þróun mála. Við höfðum áður lýst því yfir að sveitarfélagið muni ekki skorast undan ábyrgð sinni þegar kemur að fráveitumálum í þéttbýli og undirbúningur fyrir þá vinnu er þegar hafinn,“ segir sveitarstjórinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, í nýjasta fréttabréfi sveitarfélagsins. „Hver einasti aðili sem ég og aðrir fulltrúar sveitarstjórnar höfum rætt við undanfarnar vikur hefur sýnt frárennslismálunum skilning en það sorglega í þessu er að enginn af þeim þremur ráðherrum sem hafa völdin í hendi sér, það er umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármálaráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála, hefur tekið af skarið,“ heldur Þorsteinn áfram.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri SkútustaðahreppsEins og komið hefur fram í fréttum síðasta árið eru frárennslismál sveitarfélagsins ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Sveitarfélagið ræður hins vegar ekki við að bæta frárennslismál sín sjálft, enda munu þær umbætur kosta um 400 milljónir króna, að talið er. Ráðamenn í Skútustaðahreppi hafa því lengi leitað eftir aðstoð ríkisins og þrýstingur á aðgerðir aukist eftir umfjöllun um málið að undanförnu. „Flestir þingmenn kjördæmisins hafa tekið mjög vel í málaleitan okkar og lagt sitt lóð á vogarskálarnar en það er ráðherranna að klára málið,“ skrifar Þorsteinn sem kveður nú enn hert að sveitarfélaginu og rekstraraðilum með bréfum sem bárust heilbrigðiseftirlitinu. „Sveitarstjórn hefur brugðist við með því að fara fram á það við heilbrigðiseftirlitið að það sinni leiðbeiningarskyldu sinni sem opinbert stjórnvald og fundi með sveitarfélaginu og rekstraraðilum. Ýmsir aðilar hafa sett sig í samband við mig og sveitarstjórnarfulltrúa til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum af þróun mála. Við höfðum áður lýst því yfir að sveitarfélagið muni ekki skorast undan ábyrgð sinni þegar kemur að fráveitumálum í þéttbýli og undirbúningur fyrir þá vinnu er þegar hafinn,“ segir sveitarstjórinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira