Ráðherra eflir vöktun á ástandi Mývatns Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2017 17:47 Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi. vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar. Slíkt sé nauðsynlegur þáttur í tengslum við aðgerðir til að draga úr áhrifum mannsins á lífríki vatnsins, svo sem í fráveitumálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Líkt og miðlar 365 hafa mikið fjallað um síðasta ári eru frárennslismál Skútustaðahrepps ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að lífríki Mývatns hafi verið vaktað um áratugaskeið, einkum af RAMÝ. „Að mati RAMÝ og annarra er æskilegt að efla vöktun á sumum þáttum, sérstaklega innstreymi næringarefna í vatnið og blábakteríu- og þörungablómum, sem eru mjög umfangsmiklir sum ár en minni önnur. Ráðuneytið lét gera samantekt á stöðu mála varðandi uppsprettur og innstreymi næringarefna í Mývatn, sem kom út í ársbyrjun 2016, en þar og í skýrslu starfshóps um málefni Mývatns síðar á árinu komu fram tillögur um að efla vöktun á þessum þáttum. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur óskað eftir áætlunum um umbætur í fráveitumálum frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps og rekstaraðilum við Mývatn fyrir 17. júní nk. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir aðstoð frá ríkisvaldinu við þetta verkefni og sent erindi þess efnis. Ríkisstjórnin samþykkti 5. maí heimild til að ræða við sveitarfélagið um mögulega aðkomu ríkisins að fráveituframkvæmdum. Efling vöktunar er nauðsynlegur þáttur í þeirri umræðu. Með henni er vonast til að fáist betri mynd af innstreymi næringarefna í Mývatn og hlut einstakra uppsprettna, sem geti gagnast varðandi áherslur og forgangsröðun aðgerða. Einnig getur betri vöktun gagnast í framtíðinni við að meta árangur aðgerða. Stefnt er að því að efld vöktun á næringarefnum og blábakteríu- og þörungasvifi hefjist strax nú í sumar, en að heildstæð vöktunaráætlun á Mývatni, þar sem tillit er tekið til fleiri þátta og núverandi vöktun er felld inn, liggi fyrir í haust,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00 Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00 Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar. Slíkt sé nauðsynlegur þáttur í tengslum við aðgerðir til að draga úr áhrifum mannsins á lífríki vatnsins, svo sem í fráveitumálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Líkt og miðlar 365 hafa mikið fjallað um síðasta ári eru frárennslismál Skútustaðahrepps ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að lífríki Mývatns hafi verið vaktað um áratugaskeið, einkum af RAMÝ. „Að mati RAMÝ og annarra er æskilegt að efla vöktun á sumum þáttum, sérstaklega innstreymi næringarefna í vatnið og blábakteríu- og þörungablómum, sem eru mjög umfangsmiklir sum ár en minni önnur. Ráðuneytið lét gera samantekt á stöðu mála varðandi uppsprettur og innstreymi næringarefna í Mývatn, sem kom út í ársbyrjun 2016, en þar og í skýrslu starfshóps um málefni Mývatns síðar á árinu komu fram tillögur um að efla vöktun á þessum þáttum. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur óskað eftir áætlunum um umbætur í fráveitumálum frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps og rekstaraðilum við Mývatn fyrir 17. júní nk. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir aðstoð frá ríkisvaldinu við þetta verkefni og sent erindi þess efnis. Ríkisstjórnin samþykkti 5. maí heimild til að ræða við sveitarfélagið um mögulega aðkomu ríkisins að fráveituframkvæmdum. Efling vöktunar er nauðsynlegur þáttur í þeirri umræðu. Með henni er vonast til að fáist betri mynd af innstreymi næringarefna í Mývatn og hlut einstakra uppsprettna, sem geti gagnast varðandi áherslur og forgangsröðun aðgerða. Einnig getur betri vöktun gagnast í framtíðinni við að meta árangur aðgerða. Stefnt er að því að efld vöktun á næringarefnum og blábakteríu- og þörungasvifi hefjist strax nú í sumar, en að heildstæð vöktunaráætlun á Mývatni, þar sem tillit er tekið til fleiri þátta og núverandi vöktun er felld inn, liggi fyrir í haust,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00 Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00 Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. 29. apríl 2017 07:00
Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson. 27. mars 2017 07:00
Fá fund vegna fráveitumála: „Ánægjulegt að ráðherra er ekki alveg búinn að gleyma okkur“ Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, mun funda með sveitarstjórnarmönnum í Skútustaðahreppi vegna stöðu fráveitumála og aðkomu ríkisins að úrbótum í þeim efnum. 27. apríl 2017 15:07