Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Svavar Hávarðsson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Mývatn hefur verið á válista Umhverfisstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, óskaði eftir því á ríkisstjórnarfundi í gær að ráðuneyti hennar, ásamt fjármálaráðuneytinu, fengi heimild til að ganga til viðræðna við fulltrúa Skútustaðahrepps um mögulega aðkomu ríkisins að fráveitumálum sveitarfélagsins. Ríkisstjórnin samþykkti tillöguna. Málið teygir sig allnokkur ár aftur í tímann. Mývetningar hafa farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum – en án árangurs til þessa. Tilefnið er bæði nýjar reglur um hreinsun frárennslis en fyrst og síðast áhyggjur manna af lífríki Mývatns og hugsanlegt orsakasamengi við mengun af mannavöldum. Niðurstaða verkfræðistofunnar Eflu, sem vann úttekt á fráveitumálum sveitarfélagsins, var sú að kostnaður sveitarfélagsins væri rúmlega 300 milljónir króna. Í sveitarfélaginu öllu búa um 400 manns og velta þess er í kringum 400 milljónir. Sveitarstjórnarmenn hafa því fyrir löngu kynnt yfirvöldum þá niðurstöðu að sveitarfélagið hefur ekki bolmagn til að taka verkefni sem þetta að sér eitt og óstutt. Það er viðfangsefni viðræðnanna sem nú hefjast að komast að niðurstöðu um það hvort, og hversu stóran hluta verkefnisins ríkið er tilbúið að axla. Óhemju magn blábaktería í Mývatni árin 2014 og 2015 eru talin skýr merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga sýndu þá tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Blábakteríublómar eru náttúrulegir í Mývatni vegna þess hve mikið er af næringarefnum í lindarvatninu sem rennur í það, og er kallað leirlos af Mývetningum. Hins vegar skapaðist það ástand við vatnið þessi sumur að bakteríurnar yfirtóku lífríkið suma daga. Líkur á því að óhófleg losun næringarefna í Mývatn hafi með þetta að gera eru taldar miklar – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, óskaði eftir því á ríkisstjórnarfundi í gær að ráðuneyti hennar, ásamt fjármálaráðuneytinu, fengi heimild til að ganga til viðræðna við fulltrúa Skútustaðahrepps um mögulega aðkomu ríkisins að fráveitumálum sveitarfélagsins. Ríkisstjórnin samþykkti tillöguna. Málið teygir sig allnokkur ár aftur í tímann. Mývetningar hafa farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum – en án árangurs til þessa. Tilefnið er bæði nýjar reglur um hreinsun frárennslis en fyrst og síðast áhyggjur manna af lífríki Mývatns og hugsanlegt orsakasamengi við mengun af mannavöldum. Niðurstaða verkfræðistofunnar Eflu, sem vann úttekt á fráveitumálum sveitarfélagsins, var sú að kostnaður sveitarfélagsins væri rúmlega 300 milljónir króna. Í sveitarfélaginu öllu búa um 400 manns og velta þess er í kringum 400 milljónir. Sveitarstjórnarmenn hafa því fyrir löngu kynnt yfirvöldum þá niðurstöðu að sveitarfélagið hefur ekki bolmagn til að taka verkefni sem þetta að sér eitt og óstutt. Það er viðfangsefni viðræðnanna sem nú hefjast að komast að niðurstöðu um það hvort, og hversu stóran hluta verkefnisins ríkið er tilbúið að axla. Óhemju magn blábaktería í Mývatni árin 2014 og 2015 eru talin skýr merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga sýndu þá tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Blábakteríublómar eru náttúrulegir í Mývatni vegna þess hve mikið er af næringarefnum í lindarvatninu sem rennur í það, og er kallað leirlos af Mývetningum. Hins vegar skapaðist það ástand við vatnið þessi sumur að bakteríurnar yfirtóku lífríkið suma daga. Líkur á því að óhófleg losun næringarefna í Mývatn hafi með þetta að gera eru taldar miklar – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira