Höfundur Frystikistulagsins rólegur yfir gagnrýni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 17:45 Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum, minnir á að gerandinn í Frystikistulaginu fékk maklega málagjöld. vísir/vilhelm Þolendur heimilisofbeldis eru ekki sáttir við auglýsingu í nýjasta sölubæklingi Elko, en þar er dreginn fram sá eiginleiki frystikistu að hún sé ‚læst utanfrá‘. Baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýnir auglýsinguna harðlega á lokuðum umræðuvef á Facebook og telja að um tilvísun í Frystikistulag Greifanna að ræða. „Þetta lag kallar fram hjá mér alveg hryllilegar minningar. Ég var ný sloppin úr víti heimilisofbeldis þegar þetta lag kom út fyrir þrjátíu árum,“ segir Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, kennari og skáld. „Þessu var hampað mikið á sínum tíma sem miklu stuðlagi og er enn í einhverri spilun þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst hvað textinn er ógðeðfelldur, þarna er ekkert verið að tala undir rós heldur eru í textanum mjög beinskeittar lýsingar á hræðilegu ofbeldi manns í garð eiginkonu sinnar," segir Ingunn. „Þessi setning er sett til aðgreiningar frá annarri frystikistu í bæklingnum sem er ekki með læsingu," segir Bragi Þór Antoníuson, markaðsstjóri Elko sem stórefast um að textinn eigi að vera tilvísun í Frystikistulagið. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega óheppilega orðað því við viljum ekki með nokkrum hætti tengja okkur við kynbundið ofbeldi eða umræðu um ofbeldi gegn konum,“ segir Bragi. „Ég var náttúrulega bara 18 eða 19 ára þegar ég samdi lagið og opinber umræða um heimilisofbeldi eða kynbundið ofbeldi var varla til staðar á þeim tíma,“ segir höfundur lags og texta, Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum eins og hann er kallaður. Bjössi bendir hins vegar á að engin ástæða sé til að halda með gerandanum í textanum enda hafi hann hlotið makleg málagjöld í lok lagsins. Aðspurður segist Bjössi ekki ætla að stíga fram til að biðjast afsökunar á laginu eða óska eftir að það verði tekið úr spilun. „Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi verða líka að reyna að horfa fram á veginn, því menn geta alltaf fundið eitthvað í umhverfinu til að ýfa minningarnar upp. Það breytist ekkert. Ég hef alveg orðið fyrir mínum tragedíum og veit það,“ segir Bjössi.Úr texta Frystikistulagsins:Hún öskraði og kom þar með upp um sig.Augun voru stjörf af ótta,hún bað mig að hætta, já, hún grátbað migog reyndi svo að leggja á flótta.En ég var sneggri og greip í hennar hárog í það fast ég rykkti.Dró hana til mín lipur og frárnáði ég henni og kyrkti.Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.Hvað átti ég nú að gera?Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sáað þetta mundi lögreglan vera.Ég ákvað í flýti að fela migog fór ofan í frystikistu.Þarna mundi löggan aldrei finna mig,allavega ekki í fyrstu.Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,að fjandans frystikistan var læst utanfrá. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þolendur heimilisofbeldis eru ekki sáttir við auglýsingu í nýjasta sölubæklingi Elko, en þar er dreginn fram sá eiginleiki frystikistu að hún sé ‚læst utanfrá‘. Baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýnir auglýsinguna harðlega á lokuðum umræðuvef á Facebook og telja að um tilvísun í Frystikistulag Greifanna að ræða. „Þetta lag kallar fram hjá mér alveg hryllilegar minningar. Ég var ný sloppin úr víti heimilisofbeldis þegar þetta lag kom út fyrir þrjátíu árum,“ segir Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, kennari og skáld. „Þessu var hampað mikið á sínum tíma sem miklu stuðlagi og er enn í einhverri spilun þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst hvað textinn er ógðeðfelldur, þarna er ekkert verið að tala undir rós heldur eru í textanum mjög beinskeittar lýsingar á hræðilegu ofbeldi manns í garð eiginkonu sinnar," segir Ingunn. „Þessi setning er sett til aðgreiningar frá annarri frystikistu í bæklingnum sem er ekki með læsingu," segir Bragi Þór Antoníuson, markaðsstjóri Elko sem stórefast um að textinn eigi að vera tilvísun í Frystikistulagið. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega óheppilega orðað því við viljum ekki með nokkrum hætti tengja okkur við kynbundið ofbeldi eða umræðu um ofbeldi gegn konum,“ segir Bragi. „Ég var náttúrulega bara 18 eða 19 ára þegar ég samdi lagið og opinber umræða um heimilisofbeldi eða kynbundið ofbeldi var varla til staðar á þeim tíma,“ segir höfundur lags og texta, Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum eins og hann er kallaður. Bjössi bendir hins vegar á að engin ástæða sé til að halda með gerandanum í textanum enda hafi hann hlotið makleg málagjöld í lok lagsins. Aðspurður segist Bjössi ekki ætla að stíga fram til að biðjast afsökunar á laginu eða óska eftir að það verði tekið úr spilun. „Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi verða líka að reyna að horfa fram á veginn, því menn geta alltaf fundið eitthvað í umhverfinu til að ýfa minningarnar upp. Það breytist ekkert. Ég hef alveg orðið fyrir mínum tragedíum og veit það,“ segir Bjössi.Úr texta Frystikistulagsins:Hún öskraði og kom þar með upp um sig.Augun voru stjörf af ótta,hún bað mig að hætta, já, hún grátbað migog reyndi svo að leggja á flótta.En ég var sneggri og greip í hennar hárog í það fast ég rykkti.Dró hana til mín lipur og frárnáði ég henni og kyrkti.Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.Hvað átti ég nú að gera?Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sáað þetta mundi lögreglan vera.Ég ákvað í flýti að fela migog fór ofan í frystikistu.Þarna mundi löggan aldrei finna mig,allavega ekki í fyrstu.Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,að fjandans frystikistan var læst utanfrá.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira