Höfundur Frystikistulagsins rólegur yfir gagnrýni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 17:45 Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum, minnir á að gerandinn í Frystikistulaginu fékk maklega málagjöld. vísir/vilhelm Þolendur heimilisofbeldis eru ekki sáttir við auglýsingu í nýjasta sölubæklingi Elko, en þar er dreginn fram sá eiginleiki frystikistu að hún sé ‚læst utanfrá‘. Baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýnir auglýsinguna harðlega á lokuðum umræðuvef á Facebook og telja að um tilvísun í Frystikistulag Greifanna að ræða. „Þetta lag kallar fram hjá mér alveg hryllilegar minningar. Ég var ný sloppin úr víti heimilisofbeldis þegar þetta lag kom út fyrir þrjátíu árum,“ segir Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, kennari og skáld. „Þessu var hampað mikið á sínum tíma sem miklu stuðlagi og er enn í einhverri spilun þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst hvað textinn er ógðeðfelldur, þarna er ekkert verið að tala undir rós heldur eru í textanum mjög beinskeittar lýsingar á hræðilegu ofbeldi manns í garð eiginkonu sinnar," segir Ingunn. „Þessi setning er sett til aðgreiningar frá annarri frystikistu í bæklingnum sem er ekki með læsingu," segir Bragi Þór Antoníuson, markaðsstjóri Elko sem stórefast um að textinn eigi að vera tilvísun í Frystikistulagið. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega óheppilega orðað því við viljum ekki með nokkrum hætti tengja okkur við kynbundið ofbeldi eða umræðu um ofbeldi gegn konum,“ segir Bragi. „Ég var náttúrulega bara 18 eða 19 ára þegar ég samdi lagið og opinber umræða um heimilisofbeldi eða kynbundið ofbeldi var varla til staðar á þeim tíma,“ segir höfundur lags og texta, Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum eins og hann er kallaður. Bjössi bendir hins vegar á að engin ástæða sé til að halda með gerandanum í textanum enda hafi hann hlotið makleg málagjöld í lok lagsins. Aðspurður segist Bjössi ekki ætla að stíga fram til að biðjast afsökunar á laginu eða óska eftir að það verði tekið úr spilun. „Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi verða líka að reyna að horfa fram á veginn, því menn geta alltaf fundið eitthvað í umhverfinu til að ýfa minningarnar upp. Það breytist ekkert. Ég hef alveg orðið fyrir mínum tragedíum og veit það,“ segir Bjössi.Úr texta Frystikistulagsins:Hún öskraði og kom þar með upp um sig.Augun voru stjörf af ótta,hún bað mig að hætta, já, hún grátbað migog reyndi svo að leggja á flótta.En ég var sneggri og greip í hennar hárog í það fast ég rykkti.Dró hana til mín lipur og frárnáði ég henni og kyrkti.Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.Hvað átti ég nú að gera?Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sáað þetta mundi lögreglan vera.Ég ákvað í flýti að fela migog fór ofan í frystikistu.Þarna mundi löggan aldrei finna mig,allavega ekki í fyrstu.Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,að fjandans frystikistan var læst utanfrá. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þolendur heimilisofbeldis eru ekki sáttir við auglýsingu í nýjasta sölubæklingi Elko, en þar er dreginn fram sá eiginleiki frystikistu að hún sé ‚læst utanfrá‘. Baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýnir auglýsinguna harðlega á lokuðum umræðuvef á Facebook og telja að um tilvísun í Frystikistulag Greifanna að ræða. „Þetta lag kallar fram hjá mér alveg hryllilegar minningar. Ég var ný sloppin úr víti heimilisofbeldis þegar þetta lag kom út fyrir þrjátíu árum,“ segir Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, kennari og skáld. „Þessu var hampað mikið á sínum tíma sem miklu stuðlagi og er enn í einhverri spilun þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst hvað textinn er ógðeðfelldur, þarna er ekkert verið að tala undir rós heldur eru í textanum mjög beinskeittar lýsingar á hræðilegu ofbeldi manns í garð eiginkonu sinnar," segir Ingunn. „Þessi setning er sett til aðgreiningar frá annarri frystikistu í bæklingnum sem er ekki með læsingu," segir Bragi Þór Antoníuson, markaðsstjóri Elko sem stórefast um að textinn eigi að vera tilvísun í Frystikistulagið. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega óheppilega orðað því við viljum ekki með nokkrum hætti tengja okkur við kynbundið ofbeldi eða umræðu um ofbeldi gegn konum,“ segir Bragi. „Ég var náttúrulega bara 18 eða 19 ára þegar ég samdi lagið og opinber umræða um heimilisofbeldi eða kynbundið ofbeldi var varla til staðar á þeim tíma,“ segir höfundur lags og texta, Sveinbjörn Grétarsson, eða Bjössi í Greifunum eins og hann er kallaður. Bjössi bendir hins vegar á að engin ástæða sé til að halda með gerandanum í textanum enda hafi hann hlotið makleg málagjöld í lok lagsins. Aðspurður segist Bjössi ekki ætla að stíga fram til að biðjast afsökunar á laginu eða óska eftir að það verði tekið úr spilun. „Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi verða líka að reyna að horfa fram á veginn, því menn geta alltaf fundið eitthvað í umhverfinu til að ýfa minningarnar upp. Það breytist ekkert. Ég hef alveg orðið fyrir mínum tragedíum og veit það,“ segir Bjössi.Úr texta Frystikistulagsins:Hún öskraði og kom þar með upp um sig.Augun voru stjörf af ótta,hún bað mig að hætta, já, hún grátbað migog reyndi svo að leggja á flótta.En ég var sneggri og greip í hennar hárog í það fast ég rykkti.Dró hana til mín lipur og frárnáði ég henni og kyrkti.Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.Hvað átti ég nú að gera?Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sáað þetta mundi lögreglan vera.Ég ákvað í flýti að fela migog fór ofan í frystikistu.Þarna mundi löggan aldrei finna mig,allavega ekki í fyrstu.Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,að fjandans frystikistan var læst utanfrá.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent