Erlent

Frans páfi gagnrýndi aðstæður ungs fólks

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frans páfi á Gamlársdag.
Frans páfi á Gamlársdag.
Frans páfi gagnrýndi harðlega atvinnuleysi ungs fólks í heiminum sem fengi að viðgangast á sama tíma og æskan væri dýrkuð. Þetta kom fram í nýársávarpi páfans sem hann flutti fyrir mannfjölda á Sánktí Péturstorgi á síðasta degi ársins.  Independent greinir frá.

Hann kallaði eftir því að kaþólska kirkjan myndi í auknum mæli hjálpa ungu fólki að finna tilgang í veröldinni á sama tíma og hann gagnrýndi þá þversögn sem finna má í samfélaginu þar sem æska væri dýrkuð á sama tíma og ekkert pláss væri fyrir unga fólkið.

„Við höfum dæmt unga fólkið okkar til þess að eiga sér engan samastað í samfélaginu og neyðum þau til að flytja til að finna sér mannsæmandi líf eða til að grátbiðja um störf sem ekki lengur eru til og mistekst þannig að gefa þeim kost á góðri framtíð“ sagði páfinn meðal annars í ræðu sinni.

Atvinnuleysi ungs fólks heldur áfram að vera vandamál í mörgum ríkjum víðsvegar um heiminn en á Ítalíu eru 36 prósent ungmenna án atvinnu á meðan 30 prósent ungmenna í norðuhluta Afríku eru atvinnulaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×