Lífið samstarf

Drulluerfitt en ógeðslega gaman

Íslandsbanki kynnir
Marteinn Gauti bjó í 7 fm herbergi heima hjá mömmu sinni meðan hann safnaði sér fyrir íbúð.
Marteinn Gauti bjó í 7 fm herbergi heima hjá mömmu sinni meðan hann safnaði sér fyrir íbúð.
Marteinn Gauti Andrason ákvað að loknu BS námi að kaupa sér íbúð. Hann flutti heim til mömmu í 7 fm herbergi og fór strax í það að leggja til hliðar, seldi óþarfa dót og vann tvö til þrjú störf til að safna sér fyrir fyrstu fasteigninni.

„Ég fór strax í það að leggja til hliðar, sleppti basically alveg að kaupa dýra hluti, lítið í að kaupa mér ný föt, sleppti alfarið að fara til útlanda,“ segir Marteinn Gauti.

„Maður verður að fórna ýmsu til að uppskera út frá því.“

Marteinn Gauti fær íbúðina afhenta í apríl eða maí. „Það er ekki verra að fjölskyldan búi rétt hjá. Best að búa nálægt mömmu þegar kemur að því að fá sér að borða.“

Þrífst á markmiðum

„Ég er mikill markmiðagæi og skipulagður. Þegar maður er búinn að setja sér markmið þá ertu með eitthvað sýnilegt,“ segir Marteinn Gauti. Hann er búinn að vinna í tveimur til þremur störfum síðastliðna sjö mánuði og vill meina að þetta sé ekki búið að vera leiðinlegt. „Þetta er búið að vera erfitt og skemmtilegt. Vinnurnar mínar eru báðar mjög skemmtilegar og mér finnst gaman að vinna í þeim.“

Marteinn Gauti prófaði leigumarkaðinn og ákvað eftir einhvern tíma á honum að flytja frekar inn til mömmu og safna sér fyrir eigin íbúð en festast á leigumarkaðinum.Verður fínt að búa einn

„Það er erfitt að koma og búa í 7 fm herbergi innan um alla með tvær systur,“ segir Marteinn Gauti. „Þó þau séu æðisleg þá held ég að ég eigi eftir að plumma mig ágætlega að búa einn. Ég er mjög mikill einfari.“

„Ég meina þetta var drulluerfitt, ógeðslega gaman samt,“ segir Marteinn Gauti, „og sýnir sig alveg að það er hægt að kaupa sér íbúð á þessum markaði eins og hann er.“Þetta var saga Marteins Gauta, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.