Dílaskarfur hópast að vötnum Svavar Hávarðsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Á litlum hólma á Elliðavatni sátu í gær 25 skarfar og aðrir átta á vatninu við svokallaðar Engjar. Mynd/Jón Kristjánsson Svo virðist sem dílaskarfur sæki mun meira upp á ferskvatn en hann gerir alla jafna. Líklegar skýringar liggja í breyttu tíðarfari og breytingar á fæðuframboði hjá sjófugli. Jón Kristjánsson fiskifræðingur vekur athygli á því í Facebook-færslu að á dögunum hafi hann talið tuttugu skarfa á Elliðavatni, en í gær taldi hann 32 fugla. Jón hefur öðrum fremur komið að rannsóknum á lífríki Elliðavatns, og hefur í fjóra áratugi fylgst með vatninu og þróun lífríkisins þar. Hann segir frá því að aðeins einu sinni hafi hann áður séð skarfa við vatnið, en það var í fyrra. Veiðifréttavefurinn Vötn&veiði gerir málinu skil en í spjalli við færslu Jóns deila veiðimenn reynslu sinni, en færsluna birti Jón í hópnum Veiðidellan er frábær. Þar kemur fram að skarf er að finna við margar ár, og eru ár á Vesturlandi sérstaklega nefndar. Tugir fugla munu vera við Laxá í Kjós þessa dagana, svo dæmi sé nefnt. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir það hafa lengi verið þekkt að dílaskarfar leiti í svolitlum mæli inn til landsins á vetrum. „En svo virðist sem þessi hegðun sé eitthvað að aukast síðustu ár. Ekki er ljóst hvort það stafar af mildara tíðarfari eða breyttum fæðuskilyrðum. Í norðanverðri og Mið-Evrópu er önnur undirtegund dílaskarfa en hérlendis og er hún frábrugðin í háttum með að verpa í trjám og eyða vetrinum í ríkum mæli við fiskivötn á meðan dílaskarfar af íslenska stofninum eru nær einskorðaðir við sjóinn, verpa í fuglabjörgum, eyjum og skerjum og afla fæðu þar allan ársins hring í sjó,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er aðalfæða dílaskarfs marhnútur allan ársins hring, en einnig étur hann kola, sprettfisk og þyrskling. „Skarfar eru tækifærissinnar og við vitum að fæðuframboð hefur verið skert undanfarin ár, reyndar síðan 2005, vegna hruns sandsílastofnsins við suður- og vesturströndina. Það gæti haft bein áhrif á fæðu skarfanna, einkum að sumarlagi og óbein áhrif á fæðuframboð að vetrarlagi, sem þá leita á önnur mið. Tíðarfar hefur að sjálfsögðu áhrif á aðstæður, en skarfar þurfa vakir til þess að geta stundað veiðar í vötnum. Veturinn 2016-17 hefur verið óvenju mildur til þessa. Með varpstofn dílaskarfa um 4.400 pör um þessar mundir sem umreiknast í rúmlega 20.000 einstaklinga að vetri þá eru fáeinir tugir eða hundruð fugla inn til landsins hverfandi hluti stofnsins,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Svo virðist sem dílaskarfur sæki mun meira upp á ferskvatn en hann gerir alla jafna. Líklegar skýringar liggja í breyttu tíðarfari og breytingar á fæðuframboði hjá sjófugli. Jón Kristjánsson fiskifræðingur vekur athygli á því í Facebook-færslu að á dögunum hafi hann talið tuttugu skarfa á Elliðavatni, en í gær taldi hann 32 fugla. Jón hefur öðrum fremur komið að rannsóknum á lífríki Elliðavatns, og hefur í fjóra áratugi fylgst með vatninu og þróun lífríkisins þar. Hann segir frá því að aðeins einu sinni hafi hann áður séð skarfa við vatnið, en það var í fyrra. Veiðifréttavefurinn Vötn&veiði gerir málinu skil en í spjalli við færslu Jóns deila veiðimenn reynslu sinni, en færsluna birti Jón í hópnum Veiðidellan er frábær. Þar kemur fram að skarf er að finna við margar ár, og eru ár á Vesturlandi sérstaklega nefndar. Tugir fugla munu vera við Laxá í Kjós þessa dagana, svo dæmi sé nefnt. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir það hafa lengi verið þekkt að dílaskarfar leiti í svolitlum mæli inn til landsins á vetrum. „En svo virðist sem þessi hegðun sé eitthvað að aukast síðustu ár. Ekki er ljóst hvort það stafar af mildara tíðarfari eða breyttum fæðuskilyrðum. Í norðanverðri og Mið-Evrópu er önnur undirtegund dílaskarfa en hérlendis og er hún frábrugðin í háttum með að verpa í trjám og eyða vetrinum í ríkum mæli við fiskivötn á meðan dílaskarfar af íslenska stofninum eru nær einskorðaðir við sjóinn, verpa í fuglabjörgum, eyjum og skerjum og afla fæðu þar allan ársins hring í sjó,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er aðalfæða dílaskarfs marhnútur allan ársins hring, en einnig étur hann kola, sprettfisk og þyrskling. „Skarfar eru tækifærissinnar og við vitum að fæðuframboð hefur verið skert undanfarin ár, reyndar síðan 2005, vegna hruns sandsílastofnsins við suður- og vesturströndina. Það gæti haft bein áhrif á fæðu skarfanna, einkum að sumarlagi og óbein áhrif á fæðuframboð að vetrarlagi, sem þá leita á önnur mið. Tíðarfar hefur að sjálfsögðu áhrif á aðstæður, en skarfar þurfa vakir til þess að geta stundað veiðar í vötnum. Veturinn 2016-17 hefur verið óvenju mildur til þessa. Með varpstofn dílaskarfa um 4.400 pör um þessar mundir sem umreiknast í rúmlega 20.000 einstaklinga að vetri þá eru fáeinir tugir eða hundruð fugla inn til landsins hverfandi hluti stofnsins,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira