Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 18:30 Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Vísir/Ernir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur. Alþingi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur.
Alþingi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent