Börn fá meðferð á BUGL við rafrænu skjáheilkenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 20:00 Helstu einkenni rafræns skjáheilkennis hjá börnum er pirringur og lítil sjálfsstjórn og er heilkennið undanfari netfíknar. Til að greina heilkennið er stuðst við eftirfarandi spurningar. Er barnið upptendrað? Ofurviðkvæmt fyrir áreiti? Tekur það æðisköst? Verður það pirrað þegar það er tekið frá skjánum? Eru sjáöldur útvíkkuð eftir skjátíma? Er erfitt fyrir barnið að veita augnsamband? Laðast það að rafrænum skjá eins og fluga að ljósi? Er eins og barnið sé ekki eins hamingjusamt og áður? Á það erfitt með að eignast vini? Hefur áhugamálum fækkað? Er það ekki eins fróðleiksfúst og forvitið? Fara einkunnir lækkandi? Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL, hefur séð dæmi um þessa röskun. „Við höfum engar rannsóknir gert á þessu sviði en mín klíníska tilfinning er að við munum sjá meira og meira af þessu á næstu árum. Að rafrænt skjáheilkenni eigi eftir að verða stórt viðfangsefni hér á BUGL, sálfræðinga á þjónustumiðstöðvum, í skólum og heilsugæslustöðvum," segir Björn þegar hann er spurður um algengi röskunarinnar. Börn hafa komið til meðferðar á göngudeild BUGL vegna einkenna og er dæmi um svo illa haldið barn að það þurfti að leggja það inn til að fjarlægja það frá öllu rafrænu áreiti. Björn segir lækna reyna að gefa foreldrum góð ráð til að ekki fari svona illa. „Það þarf að byrja hjá minnstu börnunum og gefa strax skýrar reglur um skjátíma áður en hann verður stjórnlaus."En hvað er of mikill skjátími? „Það er þegar barnið verður vansælt, stressað og pirrað þegar það er ekki í tækinu og það eina sem virðist friða barnið er að vera í þessum tækjum. Það vanrækir skóla, vini og fjölskyldu. Og einu vinatengslin verða í gegnum netið," segir Björn. Samkvæmt bandarísku og kanadísku barnalæknasamtökunum er ráðlagt að börn yngri en tveggja ára fái engan skjátíma. Þriggja til fimm ára börn fái að hámarki eina klukkustund á dag og sex til átján ára börn fái tvær klukkustundir á dag. „Helst af öllu myndi maður vilja að það væri jafnvægi milli skjátíma og útiveru barns. Ef barn er í tvo tíma í skjátíma, að það taki tvo tíma í útivist eða frjálsan leik á móti," ráðleggur Björn. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Helstu einkenni rafræns skjáheilkennis hjá börnum er pirringur og lítil sjálfsstjórn og er heilkennið undanfari netfíknar. Til að greina heilkennið er stuðst við eftirfarandi spurningar. Er barnið upptendrað? Ofurviðkvæmt fyrir áreiti? Tekur það æðisköst? Verður það pirrað þegar það er tekið frá skjánum? Eru sjáöldur útvíkkuð eftir skjátíma? Er erfitt fyrir barnið að veita augnsamband? Laðast það að rafrænum skjá eins og fluga að ljósi? Er eins og barnið sé ekki eins hamingjusamt og áður? Á það erfitt með að eignast vini? Hefur áhugamálum fækkað? Er það ekki eins fróðleiksfúst og forvitið? Fara einkunnir lækkandi? Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL, hefur séð dæmi um þessa röskun. „Við höfum engar rannsóknir gert á þessu sviði en mín klíníska tilfinning er að við munum sjá meira og meira af þessu á næstu árum. Að rafrænt skjáheilkenni eigi eftir að verða stórt viðfangsefni hér á BUGL, sálfræðinga á þjónustumiðstöðvum, í skólum og heilsugæslustöðvum," segir Björn þegar hann er spurður um algengi röskunarinnar. Börn hafa komið til meðferðar á göngudeild BUGL vegna einkenna og er dæmi um svo illa haldið barn að það þurfti að leggja það inn til að fjarlægja það frá öllu rafrænu áreiti. Björn segir lækna reyna að gefa foreldrum góð ráð til að ekki fari svona illa. „Það þarf að byrja hjá minnstu börnunum og gefa strax skýrar reglur um skjátíma áður en hann verður stjórnlaus."En hvað er of mikill skjátími? „Það er þegar barnið verður vansælt, stressað og pirrað þegar það er ekki í tækinu og það eina sem virðist friða barnið er að vera í þessum tækjum. Það vanrækir skóla, vini og fjölskyldu. Og einu vinatengslin verða í gegnum netið," segir Björn. Samkvæmt bandarísku og kanadísku barnalæknasamtökunum er ráðlagt að börn yngri en tveggja ára fái engan skjátíma. Þriggja til fimm ára börn fái að hámarki eina klukkustund á dag og sex til átján ára börn fái tvær klukkustundir á dag. „Helst af öllu myndi maður vilja að það væri jafnvægi milli skjátíma og útiveru barns. Ef barn er í tvo tíma í skjátíma, að það taki tvo tíma í útivist eða frjálsan leik á móti," ráðleggur Björn.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira