Börn fá meðferð á BUGL við rafrænu skjáheilkenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 20:00 Helstu einkenni rafræns skjáheilkennis hjá börnum er pirringur og lítil sjálfsstjórn og er heilkennið undanfari netfíknar. Til að greina heilkennið er stuðst við eftirfarandi spurningar. Er barnið upptendrað? Ofurviðkvæmt fyrir áreiti? Tekur það æðisköst? Verður það pirrað þegar það er tekið frá skjánum? Eru sjáöldur útvíkkuð eftir skjátíma? Er erfitt fyrir barnið að veita augnsamband? Laðast það að rafrænum skjá eins og fluga að ljósi? Er eins og barnið sé ekki eins hamingjusamt og áður? Á það erfitt með að eignast vini? Hefur áhugamálum fækkað? Er það ekki eins fróðleiksfúst og forvitið? Fara einkunnir lækkandi? Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL, hefur séð dæmi um þessa röskun. „Við höfum engar rannsóknir gert á þessu sviði en mín klíníska tilfinning er að við munum sjá meira og meira af þessu á næstu árum. Að rafrænt skjáheilkenni eigi eftir að verða stórt viðfangsefni hér á BUGL, sálfræðinga á þjónustumiðstöðvum, í skólum og heilsugæslustöðvum," segir Björn þegar hann er spurður um algengi röskunarinnar. Börn hafa komið til meðferðar á göngudeild BUGL vegna einkenna og er dæmi um svo illa haldið barn að það þurfti að leggja það inn til að fjarlægja það frá öllu rafrænu áreiti. Björn segir lækna reyna að gefa foreldrum góð ráð til að ekki fari svona illa. „Það þarf að byrja hjá minnstu börnunum og gefa strax skýrar reglur um skjátíma áður en hann verður stjórnlaus."En hvað er of mikill skjátími? „Það er þegar barnið verður vansælt, stressað og pirrað þegar það er ekki í tækinu og það eina sem virðist friða barnið er að vera í þessum tækjum. Það vanrækir skóla, vini og fjölskyldu. Og einu vinatengslin verða í gegnum netið," segir Björn. Samkvæmt bandarísku og kanadísku barnalæknasamtökunum er ráðlagt að börn yngri en tveggja ára fái engan skjátíma. Þriggja til fimm ára börn fái að hámarki eina klukkustund á dag og sex til átján ára börn fái tvær klukkustundir á dag. „Helst af öllu myndi maður vilja að það væri jafnvægi milli skjátíma og útiveru barns. Ef barn er í tvo tíma í skjátíma, að það taki tvo tíma í útivist eða frjálsan leik á móti," ráðleggur Björn. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Helstu einkenni rafræns skjáheilkennis hjá börnum er pirringur og lítil sjálfsstjórn og er heilkennið undanfari netfíknar. Til að greina heilkennið er stuðst við eftirfarandi spurningar. Er barnið upptendrað? Ofurviðkvæmt fyrir áreiti? Tekur það æðisköst? Verður það pirrað þegar það er tekið frá skjánum? Eru sjáöldur útvíkkuð eftir skjátíma? Er erfitt fyrir barnið að veita augnsamband? Laðast það að rafrænum skjá eins og fluga að ljósi? Er eins og barnið sé ekki eins hamingjusamt og áður? Á það erfitt með að eignast vini? Hefur áhugamálum fækkað? Er það ekki eins fróðleiksfúst og forvitið? Fara einkunnir lækkandi? Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL, hefur séð dæmi um þessa röskun. „Við höfum engar rannsóknir gert á þessu sviði en mín klíníska tilfinning er að við munum sjá meira og meira af þessu á næstu árum. Að rafrænt skjáheilkenni eigi eftir að verða stórt viðfangsefni hér á BUGL, sálfræðinga á þjónustumiðstöðvum, í skólum og heilsugæslustöðvum," segir Björn þegar hann er spurður um algengi röskunarinnar. Börn hafa komið til meðferðar á göngudeild BUGL vegna einkenna og er dæmi um svo illa haldið barn að það þurfti að leggja það inn til að fjarlægja það frá öllu rafrænu áreiti. Björn segir lækna reyna að gefa foreldrum góð ráð til að ekki fari svona illa. „Það þarf að byrja hjá minnstu börnunum og gefa strax skýrar reglur um skjátíma áður en hann verður stjórnlaus."En hvað er of mikill skjátími? „Það er þegar barnið verður vansælt, stressað og pirrað þegar það er ekki í tækinu og það eina sem virðist friða barnið er að vera í þessum tækjum. Það vanrækir skóla, vini og fjölskyldu. Og einu vinatengslin verða í gegnum netið," segir Björn. Samkvæmt bandarísku og kanadísku barnalæknasamtökunum er ráðlagt að börn yngri en tveggja ára fái engan skjátíma. Þriggja til fimm ára börn fái að hámarki eina klukkustund á dag og sex til átján ára börn fái tvær klukkustundir á dag. „Helst af öllu myndi maður vilja að það væri jafnvægi milli skjátíma og útiveru barns. Ef barn er í tvo tíma í skjátíma, að það taki tvo tíma í útivist eða frjálsan leik á móti," ráðleggur Björn.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira