Þúsundir landsmanna fengu símhringingu úr óþekktu númeri: „Þetta er ekkert annað en glæpastarfsemi“ Gissur Sigurðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. júlí 2017 14:00 Mestu skiptir að hringja ekki til baka í númerið. vísir/getty Hrafnkell Gíslason, forstöðumaður Póst-og fjarskiptastofnunar, segir að torkennilegar símhringingar sem þúsundir landsmanna fengu í gær frá erlendu símanúmeri séu ekkert annað en glæpastarfsemi. Um símasvindl er að ræða þar sem viðkomandi getur fengið himinháan símreikning hringi hann til baka en með þessum hætti hafa svindlararnir fé út úr fólki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði almenning við því í gær að svara þessum símtölum eða hringja til baka.En hver ætli ávinningur hringjendanna hafi verið? „Ávinningurinn getur verið sá að þegar hringt er til baka þá náttúrulega færast gjöld á þann sem hringir og ef til dæmis er hringt í símanúmer með yfirgjaldi eins og til dæmis Rauða torgið á Íslandi, það er auðvelt að setja upp slík númer, þá getur kostnaðurinn verið umtalsverður. Svo skiptir líka máli til hvaða lands er hringt, það eru mjög kostnaðarsöm millilandasímtöl til ýmissa landa þannig að það getur verið verulegur kostnaður við slík símtöl,“ segir Hrafnkell. Hann segir öllu máli skipta að hringja ekki til baka en bendir á að svona svindl í gegnum almenna fjarskiptakerfið sé alls ekkert nýtt heldur hafi það verið verið við lýði í fjölda ára. „Þetta er ekkert annað en glæpastarfsemi og er af sama toga og gagnagíslatökuárásir og fleira – glæpamenn eru einfaldlega að gera út á það að fólk bregðist rangt við eða bregðist ekki við eftir atvikum og ná sér í pening í gegnum slíkt athæfi.“ Símtölin stóðu aðeins andartak, en númerið sat eftir í hringilista viðkomandi og er fréttastofu kunnugt um að margir hafi hringt til baka og geta þeir nú búist við háaum símareikningum. Fréttastofunni er til dæmis kunnugt um tvö þúsund króna gjald fyrir örstutta hringingu til baka. Tengdar fréttir Lögreglan varar við símasvindli Sama símanúmerið er alltaf notað. 23. júlí 2017 22:40 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Hrafnkell Gíslason, forstöðumaður Póst-og fjarskiptastofnunar, segir að torkennilegar símhringingar sem þúsundir landsmanna fengu í gær frá erlendu símanúmeri séu ekkert annað en glæpastarfsemi. Um símasvindl er að ræða þar sem viðkomandi getur fengið himinháan símreikning hringi hann til baka en með þessum hætti hafa svindlararnir fé út úr fólki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði almenning við því í gær að svara þessum símtölum eða hringja til baka.En hver ætli ávinningur hringjendanna hafi verið? „Ávinningurinn getur verið sá að þegar hringt er til baka þá náttúrulega færast gjöld á þann sem hringir og ef til dæmis er hringt í símanúmer með yfirgjaldi eins og til dæmis Rauða torgið á Íslandi, það er auðvelt að setja upp slík númer, þá getur kostnaðurinn verið umtalsverður. Svo skiptir líka máli til hvaða lands er hringt, það eru mjög kostnaðarsöm millilandasímtöl til ýmissa landa þannig að það getur verið verulegur kostnaður við slík símtöl,“ segir Hrafnkell. Hann segir öllu máli skipta að hringja ekki til baka en bendir á að svona svindl í gegnum almenna fjarskiptakerfið sé alls ekkert nýtt heldur hafi það verið verið við lýði í fjölda ára. „Þetta er ekkert annað en glæpastarfsemi og er af sama toga og gagnagíslatökuárásir og fleira – glæpamenn eru einfaldlega að gera út á það að fólk bregðist rangt við eða bregðist ekki við eftir atvikum og ná sér í pening í gegnum slíkt athæfi.“ Símtölin stóðu aðeins andartak, en númerið sat eftir í hringilista viðkomandi og er fréttastofu kunnugt um að margir hafi hringt til baka og geta þeir nú búist við háaum símareikningum. Fréttastofunni er til dæmis kunnugt um tvö þúsund króna gjald fyrir örstutta hringingu til baka.
Tengdar fréttir Lögreglan varar við símasvindli Sama símanúmerið er alltaf notað. 23. júlí 2017 22:40 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira