Erna Vala og Þóra Kristín fengu tónlistarnámsstyrk Sæunn Gísladóttir skrifar 24. júlí 2017 09:00 Ernu Völu Arnardóttur og Þóru Kristínu Gunnarsdóttur voru veittir styrkir til framhaldsnáms í píanóleik. Mynd/Aðsend Þessi styrkur hjálpar manni í rauninni við allt. Það er svo mikilvægt að geta einbeitt sér að náminu í stað þess að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum. Svona styrkur gefur manni líka mörg tækifæri í viðbót því maður getur nýtt peningana í alls konar hluti sem tengjast náminu óbeint, eins og að ferðast til að halda tónleika eða taka námskeið utan skólans,“ segir Erna Vala Arnardóttir píanóleikari. Þann 20. júlí fengu þær Erna Vala og Þóra Kristín Gunnarsdóttir tveggja milljóna króna styrk hvor til framhaldsnáms í píanóleik úr Minningarsjóði um Birgi Einarson apótekara. Skömmu eftir að Birgir Einarson lést 30. nóvember 1994 ákvað ekkja hans, frú Anna Einarson, að stofna sjóð til minningar um hann sem hefði það verkefni að styrkja efnilega píanóleikara til framhaldsnáms erlendis. Frá árinu 1999 hafa 26 veglegir styrkir verið veittir úr sjóðnum í þessu skyni og hafa sumir píanóleikaranna hlotið styrki oftar en einu sinni. Erna Vala hefur undanfarið lagt stund á klassískt píanónám við Listaháskóla Íslands og Síbelíusarakademíuna í Finnlandi og stefnir að því að ljúka meistaranámi frá Síbelíusarakademíunni eftir tvö ár. Einnig hefur hún stundað tónsmíðar og fengið verðlaun fyrir verk sem hún hefur flutt opinberlega. Þóra Kristín lauk nú í vor meistaraprófi frá háskólanum í Luzern í Sviss í píanóleik og píanókennslu með kammertónlist sem aukafag og hlaut hæstu einkunn fyrir lokatónleikana. Hún mun nú hefja tveggja ára meistaranám í píanókammertónlist og ljóðasamspili við Zürcher Hochschule der Künste í Sviss. Báðar hafa þær Erna Vala og Þóra Kristín tekið þátt í ótal masterklössum og öðrum tónlistarflutningi og sýnt þar og sannað að þær eiga brýnt erindi í heimi tónlistarinnar. Styrkveitingin fór fram á heimili formanns stjórnar minningarsjóðsins, Ingu Ástu Hafstein píanókennara. Aðrir í stjórn sjóðsins eru píanóleikararnir Halldór Haraldsson, Anna Þorgrímsdóttir, Ólafur Vignir Albertsson og Snorri Sigfús Birgisson auk Magnúsar B. Einarson læknis. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
Þessi styrkur hjálpar manni í rauninni við allt. Það er svo mikilvægt að geta einbeitt sér að náminu í stað þess að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum. Svona styrkur gefur manni líka mörg tækifæri í viðbót því maður getur nýtt peningana í alls konar hluti sem tengjast náminu óbeint, eins og að ferðast til að halda tónleika eða taka námskeið utan skólans,“ segir Erna Vala Arnardóttir píanóleikari. Þann 20. júlí fengu þær Erna Vala og Þóra Kristín Gunnarsdóttir tveggja milljóna króna styrk hvor til framhaldsnáms í píanóleik úr Minningarsjóði um Birgi Einarson apótekara. Skömmu eftir að Birgir Einarson lést 30. nóvember 1994 ákvað ekkja hans, frú Anna Einarson, að stofna sjóð til minningar um hann sem hefði það verkefni að styrkja efnilega píanóleikara til framhaldsnáms erlendis. Frá árinu 1999 hafa 26 veglegir styrkir verið veittir úr sjóðnum í þessu skyni og hafa sumir píanóleikaranna hlotið styrki oftar en einu sinni. Erna Vala hefur undanfarið lagt stund á klassískt píanónám við Listaháskóla Íslands og Síbelíusarakademíuna í Finnlandi og stefnir að því að ljúka meistaranámi frá Síbelíusarakademíunni eftir tvö ár. Einnig hefur hún stundað tónsmíðar og fengið verðlaun fyrir verk sem hún hefur flutt opinberlega. Þóra Kristín lauk nú í vor meistaraprófi frá háskólanum í Luzern í Sviss í píanóleik og píanókennslu með kammertónlist sem aukafag og hlaut hæstu einkunn fyrir lokatónleikana. Hún mun nú hefja tveggja ára meistaranám í píanókammertónlist og ljóðasamspili við Zürcher Hochschule der Künste í Sviss. Báðar hafa þær Erna Vala og Þóra Kristín tekið þátt í ótal masterklössum og öðrum tónlistarflutningi og sýnt þar og sannað að þær eiga brýnt erindi í heimi tónlistarinnar. Styrkveitingin fór fram á heimili formanns stjórnar minningarsjóðsins, Ingu Ástu Hafstein píanókennara. Aðrir í stjórn sjóðsins eru píanóleikararnir Halldór Haraldsson, Anna Þorgrímsdóttir, Ólafur Vignir Albertsson og Snorri Sigfús Birgisson auk Magnúsar B. Einarson læknis.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira