Gæti tekið allt að tuttugu ár að flytja Fiskistofu norður Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2017 06:00 Höfuðstöðvar Fiskistofu voru áður í Hafnarfirði. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem ákvað að flytja stofnunina. vísir/valli Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það hafa verið vanhugsaða ákvörðun að flytja Fiskistofu frá höfuðborginni til Akureyrar. Þorgerður gerir þó ekki ráð fyrir að þeirri ákvörðun verði snúið við úr því sem komið er. „Miklu frekar þarf að tryggja að þessi flutningur styðji við Fiskistofu og verði ekki til að draga úr starfseminni,“ segir hún. Þorgerður leggur gríðarlega áherslu á að Fiskistofa geti sinnt hlutverki sínu. „Við erum með öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þarf stofnanir sem virka,“ segir hún.Eyþór Björnsson forstjóri FiskistofuEyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, fluttist til Akureyrar sumarið 2015, eftir að ákvörðun um flutning var tekin. Hann hófst strax handa við að ráða starfsmenn og eru þeir núna orðnir þrettán á skrifstofunni fyrir norðan, auk þriggja eftirlitsmanna. Þá flutti stofnunin inn í nýtt húsnæði á Akureyri í september og er með leigusamning til tíu ára. „Þannig að við erum búin að koma okkur fyrir til næsta áratugar. Varðandi áframhaldið þá ræðst það af starfsmannaveltu fyrir sunnan,“ segir Eyþór. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu eru 27 auk 12 eftirlitsmanna. „Og mér sýnist á öllu að við verðum alltaf með 20 manna starfsstöð þótt flutningurinn verði afstaðinn eftir 10, 15 eða 20 ár,“ segir Eyþór. Hluti starfanna, til dæmis sá sem tilheyrir upplýsingatæknisviði, geti aldrei flutt norður. Eyþór telur að það hafi gengið vel að laga stofnunina að breyttum aðstæðum. En það geti komið upp vandamál þegar stofnunin þarf að vera í samskiptum við aðila á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis ráðuneytið, sem hafi ekki búnað til þess halda almennilega fjarfundi. „Það er kannski svolítið einkennilegt að ráðuneytið yfir málaflokknum skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjarfundi við stofnanir. Því bæði Fiskistofa og Matvælastofnun heyra undir þetta ráðuneyti. Líka Byggðastofnun sem er á Sauðárkróki,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs er mjög sérstakt að ráðuneytið sem er yfir þessum landsbyggðarstofnunum skuli ekki hafa búnað til að eiga góða fjarfundi. Það kosti bæði tíma og peninga að ferðast á milli staða. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru fluttar 1. janúar 2016. Eyþór segir að stofnunin hafi ferðakostnað ekki sundurliðaðan eftir áfangastöðum en sér sýnist sem þessi kostnaðarliður hafi hækkað um 10,5 milljónir frá 2015 til 2016. Samkvæmt ársskýrslu var aksturs-, dvalar- og ferðakostnaður stofnunarinnar 43,6 milljónir árið 2015. Þorgerður Katrín segir málið með fjarfundabúnaðinn vera eitt merki þess að ákvörðun um flutning Fiskistofu hafi verið tekin án þess að málið væri hugsað til enda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41 Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24 Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það hafa verið vanhugsaða ákvörðun að flytja Fiskistofu frá höfuðborginni til Akureyrar. Þorgerður gerir þó ekki ráð fyrir að þeirri ákvörðun verði snúið við úr því sem komið er. „Miklu frekar þarf að tryggja að þessi flutningur styðji við Fiskistofu og verði ekki til að draga úr starfseminni,“ segir hún. Þorgerður leggur gríðarlega áherslu á að Fiskistofa geti sinnt hlutverki sínu. „Við erum með öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þarf stofnanir sem virka,“ segir hún.Eyþór Björnsson forstjóri FiskistofuEyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, fluttist til Akureyrar sumarið 2015, eftir að ákvörðun um flutning var tekin. Hann hófst strax handa við að ráða starfsmenn og eru þeir núna orðnir þrettán á skrifstofunni fyrir norðan, auk þriggja eftirlitsmanna. Þá flutti stofnunin inn í nýtt húsnæði á Akureyri í september og er með leigusamning til tíu ára. „Þannig að við erum búin að koma okkur fyrir til næsta áratugar. Varðandi áframhaldið þá ræðst það af starfsmannaveltu fyrir sunnan,“ segir Eyþór. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu eru 27 auk 12 eftirlitsmanna. „Og mér sýnist á öllu að við verðum alltaf með 20 manna starfsstöð þótt flutningurinn verði afstaðinn eftir 10, 15 eða 20 ár,“ segir Eyþór. Hluti starfanna, til dæmis sá sem tilheyrir upplýsingatæknisviði, geti aldrei flutt norður. Eyþór telur að það hafi gengið vel að laga stofnunina að breyttum aðstæðum. En það geti komið upp vandamál þegar stofnunin þarf að vera í samskiptum við aðila á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis ráðuneytið, sem hafi ekki búnað til þess halda almennilega fjarfundi. „Það er kannski svolítið einkennilegt að ráðuneytið yfir málaflokknum skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjarfundi við stofnanir. Því bæði Fiskistofa og Matvælastofnun heyra undir þetta ráðuneyti. Líka Byggðastofnun sem er á Sauðárkróki,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs er mjög sérstakt að ráðuneytið sem er yfir þessum landsbyggðarstofnunum skuli ekki hafa búnað til að eiga góða fjarfundi. Það kosti bæði tíma og peninga að ferðast á milli staða. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru fluttar 1. janúar 2016. Eyþór segir að stofnunin hafi ferðakostnað ekki sundurliðaðan eftir áfangastöðum en sér sýnist sem þessi kostnaðarliður hafi hækkað um 10,5 milljónir frá 2015 til 2016. Samkvæmt ársskýrslu var aksturs-, dvalar- og ferðakostnaður stofnunarinnar 43,6 milljónir árið 2015. Þorgerður Katrín segir málið með fjarfundabúnaðinn vera eitt merki þess að ákvörðun um flutning Fiskistofu hafi verið tekin án þess að málið væri hugsað til enda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41 Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24 Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41
Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24
Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent