Gæti tekið allt að tuttugu ár að flytja Fiskistofu norður Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2017 06:00 Höfuðstöðvar Fiskistofu voru áður í Hafnarfirði. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem ákvað að flytja stofnunina. vísir/valli Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það hafa verið vanhugsaða ákvörðun að flytja Fiskistofu frá höfuðborginni til Akureyrar. Þorgerður gerir þó ekki ráð fyrir að þeirri ákvörðun verði snúið við úr því sem komið er. „Miklu frekar þarf að tryggja að þessi flutningur styðji við Fiskistofu og verði ekki til að draga úr starfseminni,“ segir hún. Þorgerður leggur gríðarlega áherslu á að Fiskistofa geti sinnt hlutverki sínu. „Við erum með öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þarf stofnanir sem virka,“ segir hún.Eyþór Björnsson forstjóri FiskistofuEyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, fluttist til Akureyrar sumarið 2015, eftir að ákvörðun um flutning var tekin. Hann hófst strax handa við að ráða starfsmenn og eru þeir núna orðnir þrettán á skrifstofunni fyrir norðan, auk þriggja eftirlitsmanna. Þá flutti stofnunin inn í nýtt húsnæði á Akureyri í september og er með leigusamning til tíu ára. „Þannig að við erum búin að koma okkur fyrir til næsta áratugar. Varðandi áframhaldið þá ræðst það af starfsmannaveltu fyrir sunnan,“ segir Eyþór. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu eru 27 auk 12 eftirlitsmanna. „Og mér sýnist á öllu að við verðum alltaf með 20 manna starfsstöð þótt flutningurinn verði afstaðinn eftir 10, 15 eða 20 ár,“ segir Eyþór. Hluti starfanna, til dæmis sá sem tilheyrir upplýsingatæknisviði, geti aldrei flutt norður. Eyþór telur að það hafi gengið vel að laga stofnunina að breyttum aðstæðum. En það geti komið upp vandamál þegar stofnunin þarf að vera í samskiptum við aðila á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis ráðuneytið, sem hafi ekki búnað til þess halda almennilega fjarfundi. „Það er kannski svolítið einkennilegt að ráðuneytið yfir málaflokknum skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjarfundi við stofnanir. Því bæði Fiskistofa og Matvælastofnun heyra undir þetta ráðuneyti. Líka Byggðastofnun sem er á Sauðárkróki,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs er mjög sérstakt að ráðuneytið sem er yfir þessum landsbyggðarstofnunum skuli ekki hafa búnað til að eiga góða fjarfundi. Það kosti bæði tíma og peninga að ferðast á milli staða. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru fluttar 1. janúar 2016. Eyþór segir að stofnunin hafi ferðakostnað ekki sundurliðaðan eftir áfangastöðum en sér sýnist sem þessi kostnaðarliður hafi hækkað um 10,5 milljónir frá 2015 til 2016. Samkvæmt ársskýrslu var aksturs-, dvalar- og ferðakostnaður stofnunarinnar 43,6 milljónir árið 2015. Þorgerður Katrín segir málið með fjarfundabúnaðinn vera eitt merki þess að ákvörðun um flutning Fiskistofu hafi verið tekin án þess að málið væri hugsað til enda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41 Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24 Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það hafa verið vanhugsaða ákvörðun að flytja Fiskistofu frá höfuðborginni til Akureyrar. Þorgerður gerir þó ekki ráð fyrir að þeirri ákvörðun verði snúið við úr því sem komið er. „Miklu frekar þarf að tryggja að þessi flutningur styðji við Fiskistofu og verði ekki til að draga úr starfseminni,“ segir hún. Þorgerður leggur gríðarlega áherslu á að Fiskistofa geti sinnt hlutverki sínu. „Við erum með öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þarf stofnanir sem virka,“ segir hún.Eyþór Björnsson forstjóri FiskistofuEyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, fluttist til Akureyrar sumarið 2015, eftir að ákvörðun um flutning var tekin. Hann hófst strax handa við að ráða starfsmenn og eru þeir núna orðnir þrettán á skrifstofunni fyrir norðan, auk þriggja eftirlitsmanna. Þá flutti stofnunin inn í nýtt húsnæði á Akureyri í september og er með leigusamning til tíu ára. „Þannig að við erum búin að koma okkur fyrir til næsta áratugar. Varðandi áframhaldið þá ræðst það af starfsmannaveltu fyrir sunnan,“ segir Eyþór. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu eru 27 auk 12 eftirlitsmanna. „Og mér sýnist á öllu að við verðum alltaf með 20 manna starfsstöð þótt flutningurinn verði afstaðinn eftir 10, 15 eða 20 ár,“ segir Eyþór. Hluti starfanna, til dæmis sá sem tilheyrir upplýsingatæknisviði, geti aldrei flutt norður. Eyþór telur að það hafi gengið vel að laga stofnunina að breyttum aðstæðum. En það geti komið upp vandamál þegar stofnunin þarf að vera í samskiptum við aðila á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis ráðuneytið, sem hafi ekki búnað til þess halda almennilega fjarfundi. „Það er kannski svolítið einkennilegt að ráðuneytið yfir málaflokknum skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjarfundi við stofnanir. Því bæði Fiskistofa og Matvælastofnun heyra undir þetta ráðuneyti. Líka Byggðastofnun sem er á Sauðárkróki,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs er mjög sérstakt að ráðuneytið sem er yfir þessum landsbyggðarstofnunum skuli ekki hafa búnað til að eiga góða fjarfundi. Það kosti bæði tíma og peninga að ferðast á milli staða. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru fluttar 1. janúar 2016. Eyþór segir að stofnunin hafi ferðakostnað ekki sundurliðaðan eftir áfangastöðum en sér sýnist sem þessi kostnaðarliður hafi hækkað um 10,5 milljónir frá 2015 til 2016. Samkvæmt ársskýrslu var aksturs-, dvalar- og ferðakostnaður stofnunarinnar 43,6 milljónir árið 2015. Þorgerður Katrín segir málið með fjarfundabúnaðinn vera eitt merki þess að ákvörðun um flutning Fiskistofu hafi verið tekin án þess að málið væri hugsað til enda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41 Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24 Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41
Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24
Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15