Hrafnhildur og Davíð sundfólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2017 19:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir náði bestum árangri Íslendinga í lauginni árið 2017. vísir/anton Hrafnhildur Lúthersdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson eru sundfólk ársins 2017 að mati Sundsambands Íslands. Í umsögn um Hrafnhildi og Davíð á heimasíðu SSÍ segir:Hrafnhildur Lúthersdóttir er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið ár eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk úr Ólympíusamhjálpinni. Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins. Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn. Sund Tengdar fréttir Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson eru sundfólk ársins 2017 að mati Sundsambands Íslands. Í umsögn um Hrafnhildi og Davíð á heimasíðu SSÍ segir:Hrafnhildur Lúthersdóttir er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið ár eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk úr Ólympíusamhjálpinni. Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins. Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn.
Sund Tengdar fréttir Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00