Innlent

Göngumaður í vandræðum á Helgafelli

Birgir Olgeirsson skrifar
Göngufólk sem gekk fram á manninn kallaði á hjálp og var björgunarfólk komið að honum laust fyrir hálf níu í kvöld.
Göngufólk sem gekk fram á manninn kallaði á hjálp og var björgunarfólk komið að honum laust fyrir hálf níu í kvöld. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld vegna göngumanns sem hafði hrasað í hlíðum Helgafells ofan Hafnarfjarðar um klukkan 16.00 í dag.

Maðurinn, sem var einn á ferð, treysti sér ekki til að halda för sinni áfram án aðstoðar.

Göngufólk sem gekk fram á manninn kallaði á hjálp og var björgunarfólk komið að honum laust fyrir hálf níu í kvöld.

Það mun aðstoða manninn niður af fjallinu og flytja hann til móts við sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×