Enn allt á huldu um dularfullan leka geislavirks efnis í Evrópu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. nóvember 2017 07:30 Rúþen finnst ekki að staðaldri í náttúrunni. Fréttablaðið/Getty Vísindamönnum í Evrópu hefur ekki enn tekist að rekja uppruna geislavirka efnisins rúþen-106 sem mældist í miklu magni í álfunni fyrr í þessum mánuði. Efnið mældist ekki hér á landi. „Þetta er mjög óvenjulegt mál,“ segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. „Ýmsar stofnanir hafa reiknað sig til baka og tekið mið af veðuraðstæðum og dreifilíkönunum og uppruni efnanna er talinn vera við Úralfjöll.“ Rússneska veðurfræðistofnunin staðfesti á dögunum að geislavirka efnið hefði mælst í óvenju miklu magni í Argayash-héraði í suðurhluta Úralfjalla. Þar var magnið 986 sinnum meira en venjulega. Í 20 kílómetra fjarlægð frá Argayash er landsvæðið Mayak en þar stunduðu Rússar umfangsmikla kjarnorkuvinnslu á tímum kalda stríðsins. Rússnesk yfirvöld segja það af og frá að óhapp hafi átt sér stað. Sigurður hjá Geislavörnum ríkisins bendir á að margs konar efni kastist út í andrúmsloftið við slíka atburði, en aðeins rúþen-106 hafi greinst. Efnið greindist á mælum víðsvegar um Evrópu en undir venjulegum kringumstæðum mælist rúþen ekki í andrúmsloftinu. „Það er ekki svo að kjarnorkuslys hafi átt sér stað. Þá hefðu menn verið að greina miklu fleiri efni sem eru lýsandi fyrir kjarnasundrun.“ Ekki er talið að lekinn geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna. Rúþen-106, sem myndast við kjarnahvörf þar sem úraníum eða plútóníum eru upphaflegu eldsneytisgjafarnir, er oftast notað í krabbameinslækningum. Grænfriðungar hafa farið fram á að lekinn verði rannsakaður hið snarasta og hafa gert því skóna að rússnesk yfirvöld freisti þess nú að hylma yfir kjarnorkuslys. Enn sem komið er er ekkert vitað um uppruna lekans. „Uppruninn hefur ekki verið staðfestur og það er mjög mikilvægt að komast að því,“ segir Sigurður. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Vísindamönnum í Evrópu hefur ekki enn tekist að rekja uppruna geislavirka efnisins rúþen-106 sem mældist í miklu magni í álfunni fyrr í þessum mánuði. Efnið mældist ekki hér á landi. „Þetta er mjög óvenjulegt mál,“ segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. „Ýmsar stofnanir hafa reiknað sig til baka og tekið mið af veðuraðstæðum og dreifilíkönunum og uppruni efnanna er talinn vera við Úralfjöll.“ Rússneska veðurfræðistofnunin staðfesti á dögunum að geislavirka efnið hefði mælst í óvenju miklu magni í Argayash-héraði í suðurhluta Úralfjalla. Þar var magnið 986 sinnum meira en venjulega. Í 20 kílómetra fjarlægð frá Argayash er landsvæðið Mayak en þar stunduðu Rússar umfangsmikla kjarnorkuvinnslu á tímum kalda stríðsins. Rússnesk yfirvöld segja það af og frá að óhapp hafi átt sér stað. Sigurður hjá Geislavörnum ríkisins bendir á að margs konar efni kastist út í andrúmsloftið við slíka atburði, en aðeins rúþen-106 hafi greinst. Efnið greindist á mælum víðsvegar um Evrópu en undir venjulegum kringumstæðum mælist rúþen ekki í andrúmsloftinu. „Það er ekki svo að kjarnorkuslys hafi átt sér stað. Þá hefðu menn verið að greina miklu fleiri efni sem eru lýsandi fyrir kjarnasundrun.“ Ekki er talið að lekinn geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna. Rúþen-106, sem myndast við kjarnahvörf þar sem úraníum eða plútóníum eru upphaflegu eldsneytisgjafarnir, er oftast notað í krabbameinslækningum. Grænfriðungar hafa farið fram á að lekinn verði rannsakaður hið snarasta og hafa gert því skóna að rússnesk yfirvöld freisti þess nú að hylma yfir kjarnorkuslys. Enn sem komið er er ekkert vitað um uppruna lekans. „Uppruninn hefur ekki verið staðfestur og það er mjög mikilvægt að komast að því,“ segir Sigurður.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira