Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar Nelson vann Albert Tumenov síðast í maí í fyrra. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans. MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans.
MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00