Innlent

Vill setja upp vindmyllur

Haraldur Guðmundsson skrifar
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.
Orkusalan hefur óskað eftir viðræðum um uppbyggingu vindorku í Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórinn segir fyrirtækið hafa óskað eftir rannsóknaleyfi í landi sveitarfélagsins og leyfi til þess að setja upp vindmyllur.

„Það er í sjálfu sér ekki tekið neikvætt í þetta en við gerum ákveðna fyrirvara og teljum að eðlilegt sé að ganga frá formlegum samningi og auk þess þarf að kynna þetta á nærsvæðinu áður en slíkt leyfi yrði gefið út,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.

Svarbréf til Orkusölunnar var kynnt og samþykkt í bæjarráði á mánudag. Fyrirtækið er það eina sem hefur óskað formlega eftir viðræðum um uppsetningu vindmylla til raforkuframleiðslu í héraðinu.

„Þeir hafa samband við okkur fyrri hluta þessa árs og það kom fram á fundi með þeim að það væri hugur í þeim til tilrauna með þetta. Við lítum það mjög jákvæðum augum en leggjum áherslu á að vandað verði til verka.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×