Lífið

Brúðkaup í kortunum hjá Arnari Frey og Sölku Sól

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Freyr og Salka Sól á góðri stundu. Ólafur Stefánsson handboltakappi vakir yfir parinu á þessari skemmtilegu mynd.
Arnar Freyr og Salka Sól á góðri stundu. Ólafur Stefánsson handboltakappi vakir yfir parinu á þessari skemmtilegu mynd. vísir/anton Brink
Söngparið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld ætla að ganga í það heilaga. Salka Sól greinir frá því á Instagram síðu sinni að Arnar Freyr hafi beðið hennar. Svarið hafi að sjálfsögðu verið já.

Þau Arnar Freyr og Salka Sól, sem eru meðal vinsælasta tónlistarfólks landsins, hafa verið í sambandi í um tvö ár. Þeirra leiðir lágu fyrst saman á giggi og ræddi Arnar augnablikið í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum.

„Á eftir sendi ég henni nokkur sæt skilaboð og hún beit á agnið. Ég held það hafi breytt mér að kynnast Sölku. Ég er svo lokaður og latur og hálfgerður einfari, get verið þungur og erfiður, en það eru læti í henni og hún drífur mig áfram. Salka er full af gleði og smitandi lífsorku og er ég henni óendanlega þakklátur fyrir.“

Salka virðist í skýjunum.

„Þessi spurði mig hvort ég vildi verða eiginkonan hans og ég sagði hell yeah bro!!“ sagði Salka í færslu sinni á Instagram. Hamingjuóskum rignir yfir parið á Instagram.

Þessi spurði mig hvort ég vildi verða eiginkonan hans og ég sagði hell yeah bro!!

A post shared by S A L K A S Ó L (@salkaeyfeld) on


Tengdar fréttir

Ástfanginn upp fyrir haus

Rapparinn Arnar Freyr Frostason segist vera úlfur. En fyrst og fremst maður. Hann er góður gaur sem hefur gaman af því að blóta og segist hafa breyst við að elska Sölku Sól.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.