Vafi leikur á kjörgengi fulltrúa Samfylkingar í borgarstjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2017 06:00 Kristín Soffía verður í 50 prósent starfi sem borgarfulltrúi næstu mánuðina. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 en hefur verið í fæðingarorlofi. Hún skráði lögheimili sitt í Danmörku vegna ungbarnaeftirlits. vísir/ernir Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna að nýju í sumar eftir fæðingarorlof. Fréttablaðið hefur rætt við borgarfulltrúa í meirihluta og minnihluta sem telja vafa leika á hvort Kristín Soffía hafi verið kjörgeng og mátt taka sæti að nýju. Ástæðan er sú að á meðan á orlofi stóð dvaldi hún í Danmörku og flutti lögheimili sitt á þeim tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið komið til umræðu í forsætisnefnd borgarstjórnar.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrú Samfylkingarinnar.vísir/valliÍ 37. grein samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar segir: „Þegar borgarfulltrúi flytur úr sveitarfélaginu um stundarsakir má borgarstjórn ákveða, að hans ósk, að hann skuli víkja úr borgarstjórn þar til hann tekur aftur búsetu í Reykjavík. Slík ákvörðun skal tekin áður en borgarfulltrúi flytur um stundarsakir. Sé ekki tekin ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein missir borgarfulltrúi kjörgengi við skráningu lögheimilis í öðru sveitarfélagi.“ Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að Kristín Soffía hafi verið í fæðingarorlofi frá júní 2016 til júlí 2017 í samræmi við tilkynningar hennar til Reykjavíkurborgar og fæðingarorlofsjóðs. Borgarfulltrúar eigi sama lögvarða rétt til töku fæðingarorlofs og aðrir sem rétt eiga samkvæmt lögum um fæðingarorlof án samþykkis borgarstjórnar. Helga Björk segir að einu upplýsingarnar sem borgarstjórn hafi um lögheimilisskráningu Kristínar Soffíu sé að hún hafi haft skráð lögheimili í Reykjavík þegar hún sneri aftur til starfa á vettvangi borgarstjórnar í júlímánuði. „Borgarstjórn hefur ekki fengið og þar af leiðandi ekki afgreitt erindi frá Kristínu Soffíu um flutning lögheimilis en bent er á að borgarstjórn hefur enga aðkomu að málefnum borgarfulltrúa í fæðingarorlofi enda sitja þeir ekki í borgarstjórn á meðan á því stendur og þiggja hvorki laun né önnur réttindi á þeim tíma,“ segir í svarinu. Það er mat Helgu Bjarkar að Kristín Soffía hafi uppfyllt öll kjörgengisskilyrði þegar hún tók sæti í borgarstjórn á ný eftir fæðingarorlof. Kristín Soffía segist hafa látið vita af lögheimilisflutningunum. „Ég lét vita að ég ætlaði að vera með lögheimili mitt erlendis á meðan ég væri í orlofi. Ég sótti um til fæðingarorlofssjóðs á meðan,“ segir Kristín Soffía. „Ég borgaði mína skatta á Íslandi og útsvar í Reykjavík og ástæðan fyrir lögheimilsskráningunni var að ég vildi tryggja að dóttir mín væri í ungbarnaeftirliti í Danmörku. En annars var enginn ávinningur af þessu annar en sá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna að nýju í sumar eftir fæðingarorlof. Fréttablaðið hefur rætt við borgarfulltrúa í meirihluta og minnihluta sem telja vafa leika á hvort Kristín Soffía hafi verið kjörgeng og mátt taka sæti að nýju. Ástæðan er sú að á meðan á orlofi stóð dvaldi hún í Danmörku og flutti lögheimili sitt á þeim tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið komið til umræðu í forsætisnefnd borgarstjórnar.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrú Samfylkingarinnar.vísir/valliÍ 37. grein samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar segir: „Þegar borgarfulltrúi flytur úr sveitarfélaginu um stundarsakir má borgarstjórn ákveða, að hans ósk, að hann skuli víkja úr borgarstjórn þar til hann tekur aftur búsetu í Reykjavík. Slík ákvörðun skal tekin áður en borgarfulltrúi flytur um stundarsakir. Sé ekki tekin ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein missir borgarfulltrúi kjörgengi við skráningu lögheimilis í öðru sveitarfélagi.“ Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að Kristín Soffía hafi verið í fæðingarorlofi frá júní 2016 til júlí 2017 í samræmi við tilkynningar hennar til Reykjavíkurborgar og fæðingarorlofsjóðs. Borgarfulltrúar eigi sama lögvarða rétt til töku fæðingarorlofs og aðrir sem rétt eiga samkvæmt lögum um fæðingarorlof án samþykkis borgarstjórnar. Helga Björk segir að einu upplýsingarnar sem borgarstjórn hafi um lögheimilisskráningu Kristínar Soffíu sé að hún hafi haft skráð lögheimili í Reykjavík þegar hún sneri aftur til starfa á vettvangi borgarstjórnar í júlímánuði. „Borgarstjórn hefur ekki fengið og þar af leiðandi ekki afgreitt erindi frá Kristínu Soffíu um flutning lögheimilis en bent er á að borgarstjórn hefur enga aðkomu að málefnum borgarfulltrúa í fæðingarorlofi enda sitja þeir ekki í borgarstjórn á meðan á því stendur og þiggja hvorki laun né önnur réttindi á þeim tíma,“ segir í svarinu. Það er mat Helgu Bjarkar að Kristín Soffía hafi uppfyllt öll kjörgengisskilyrði þegar hún tók sæti í borgarstjórn á ný eftir fæðingarorlof. Kristín Soffía segist hafa látið vita af lögheimilisflutningunum. „Ég lét vita að ég ætlaði að vera með lögheimili mitt erlendis á meðan ég væri í orlofi. Ég sótti um til fæðingarorlofssjóðs á meðan,“ segir Kristín Soffía. „Ég borgaði mína skatta á Íslandi og útsvar í Reykjavík og ástæðan fyrir lögheimilsskráningunni var að ég vildi tryggja að dóttir mín væri í ungbarnaeftirliti í Danmörku. En annars var enginn ávinningur af þessu annar en sá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira