Að eiga sem minnst hefur marga kosti Guðný Hrönn skrifar 30. desember 2017 14:30 Margrét heldur úti síðunni minimalist.is og veitir þar áhugasömum innsýn inn í minimalískan lífstíl. vísir/ernir Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að eiga sem minnst – heldur að eiga ekkert og gera helst ekkert nema það sem veitir manni hamingju. Hvað það er sem veitir manni hamingju er svo mismunandi milli hvers og eins, sem þýðir að minimalískur lífsstíll getur þýtt allt annað hjá mér en næsta manni,“ útskýrir Margrét spurð út í hvað minimalískur lífsstíll sé. „Fyrst var ég aðallega í því að taka reglulega til heima og losa mig við dót, en hélt samt alltaf áfram að kaupa meira og meira. Ég á tvær litlar stelpur, 4 og 2 ára og þegar það rann upp fyrir mér hversu ótrúlega hratt tíminn líður þá langaði mig að gera allt sem ég gat til að minnka streitu og njóta meira.“ Spurð út í ávinning minimalísks lífsstíls segir Margrét: „Fyrir mig persónulega er helsti ávinningurinn sá að ég hef meiri tíma og orku til að einbeita mér að því sem skiptir mig raunverulega máli. Ég funkera mjög illa með drasl í kringum mig og með því að minnka dótið á heimilinu eyði ég mun minni tíma í tiltekt og þrif. Jafnframt fylgja margir kostir því að eiga minna,“ segir Margrét og tekur föt sem dæmi. „Ég átti alltaf fullan skáp af fötum en samt ekkert að fara í. Núna á ég mun minna, en betri gæðaflíkur sem ganga við hvaða tilefni sem er,“ segir Margrét. En hvaða áhrif hefur minimalískur lífsstíll á fjárhaginn? „Ég hef ekki haldið bókhald en þetta hefur klárlega áhrif á fjármálin. Fyrir utan augljósan ávinning þess að kaupa sér minna af óþarfa og spara þannig peninga þá er ég orðin mun meðvitaðri um eyðsluna.“ „Nú er ég meira að eyða peningum í ýmsa upplifun, eins og ferðalög og gæðastundir með fjölskyldunni. Ég kaupi mér alveg enn þá hluti og banna mér í raun ekkert en ég passa mig á að kaupa ekkert nema ég hafi raunveruleg not fyrir það.“ Margrét segir lífsstílinn stundum geta verið krefjandi. „Það er sérstaklega mikil áskorun að láta ekki undan pressunni sem fylgir samfélagsmiðlum um að eiga hitt og þetta og láta ekki blekkjast af tilboðsdögum og útsölum. Það er stundum erfitt að vera áhugamanneskja um samfélagsmiðla og jafnframt minimalískan lífsstíl.“„Ég fæ reglulega ógeð þegar mér finnst glansmyndin og auglýsingar orðnar of áberandi, þá finnst mér gott að taka nokkurra daga samfélagsmiðla-„detox“.“ Margrét segir gaman að sjá fólkið í kringum sig sýna minimalíska lífsstílnum áhuga. „Bæði fjölskylda og vinir hafa sýnt þessu áhuga og margir hafa talað um að þetta hafi verið þeim hvatning að taka til í sínu lífi. Til dæmis á jólunum, þá fengum við margar gjafir sem voru ekki hlutir. Stelpurnar mínar fengu gjafabréf á ballettnámskeið, bíómiða og leikhúsferðir. Við fengum gjafabréf á veitingastað, miða á uppistand auk þess sem ég og besta vinkona mín byrjuðum á nýrri hefð – að fara saman í nudd og dekur milli jóla og nýárs í stað þess að skiptast á gjöfum. Ég er alveg á því að góðar minningar skilji meira eftir sig en enn ein iittala-skálin.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að eiga sem minnst – heldur að eiga ekkert og gera helst ekkert nema það sem veitir manni hamingju. Hvað það er sem veitir manni hamingju er svo mismunandi milli hvers og eins, sem þýðir að minimalískur lífsstíll getur þýtt allt annað hjá mér en næsta manni,“ útskýrir Margrét spurð út í hvað minimalískur lífsstíll sé. „Fyrst var ég aðallega í því að taka reglulega til heima og losa mig við dót, en hélt samt alltaf áfram að kaupa meira og meira. Ég á tvær litlar stelpur, 4 og 2 ára og þegar það rann upp fyrir mér hversu ótrúlega hratt tíminn líður þá langaði mig að gera allt sem ég gat til að minnka streitu og njóta meira.“ Spurð út í ávinning minimalísks lífsstíls segir Margrét: „Fyrir mig persónulega er helsti ávinningurinn sá að ég hef meiri tíma og orku til að einbeita mér að því sem skiptir mig raunverulega máli. Ég funkera mjög illa með drasl í kringum mig og með því að minnka dótið á heimilinu eyði ég mun minni tíma í tiltekt og þrif. Jafnframt fylgja margir kostir því að eiga minna,“ segir Margrét og tekur föt sem dæmi. „Ég átti alltaf fullan skáp af fötum en samt ekkert að fara í. Núna á ég mun minna, en betri gæðaflíkur sem ganga við hvaða tilefni sem er,“ segir Margrét. En hvaða áhrif hefur minimalískur lífsstíll á fjárhaginn? „Ég hef ekki haldið bókhald en þetta hefur klárlega áhrif á fjármálin. Fyrir utan augljósan ávinning þess að kaupa sér minna af óþarfa og spara þannig peninga þá er ég orðin mun meðvitaðri um eyðsluna.“ „Nú er ég meira að eyða peningum í ýmsa upplifun, eins og ferðalög og gæðastundir með fjölskyldunni. Ég kaupi mér alveg enn þá hluti og banna mér í raun ekkert en ég passa mig á að kaupa ekkert nema ég hafi raunveruleg not fyrir það.“ Margrét segir lífsstílinn stundum geta verið krefjandi. „Það er sérstaklega mikil áskorun að láta ekki undan pressunni sem fylgir samfélagsmiðlum um að eiga hitt og þetta og láta ekki blekkjast af tilboðsdögum og útsölum. Það er stundum erfitt að vera áhugamanneskja um samfélagsmiðla og jafnframt minimalískan lífsstíl.“„Ég fæ reglulega ógeð þegar mér finnst glansmyndin og auglýsingar orðnar of áberandi, þá finnst mér gott að taka nokkurra daga samfélagsmiðla-„detox“.“ Margrét segir gaman að sjá fólkið í kringum sig sýna minimalíska lífsstílnum áhuga. „Bæði fjölskylda og vinir hafa sýnt þessu áhuga og margir hafa talað um að þetta hafi verið þeim hvatning að taka til í sínu lífi. Til dæmis á jólunum, þá fengum við margar gjafir sem voru ekki hlutir. Stelpurnar mínar fengu gjafabréf á ballettnámskeið, bíómiða og leikhúsferðir. Við fengum gjafabréf á veitingastað, miða á uppistand auk þess sem ég og besta vinkona mín byrjuðum á nýrri hefð – að fara saman í nudd og dekur milli jóla og nýárs í stað þess að skiptast á gjöfum. Ég er alveg á því að góðar minningar skilji meira eftir sig en enn ein iittala-skálin.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira