Hrafnhildur og Davíð sundfólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2017 19:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir náði bestum árangri Íslendinga í lauginni árið 2017. vísir/anton Hrafnhildur Lúthersdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson eru sundfólk ársins 2017 að mati Sundsambands Íslands. Í umsögn um Hrafnhildi og Davíð á heimasíðu SSÍ segir:Hrafnhildur Lúthersdóttir er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið ár eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk úr Ólympíusamhjálpinni. Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins. Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn. Sund Tengdar fréttir Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson eru sundfólk ársins 2017 að mati Sundsambands Íslands. Í umsögn um Hrafnhildi og Davíð á heimasíðu SSÍ segir:Hrafnhildur Lúthersdóttir er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið ár eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk úr Ólympíusamhjálpinni. Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins. Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn.
Sund Tengdar fréttir Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00