Bílstjórar BSR tóku upp talstöðvarnar á ný eftir kerfishrun 1984 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir kerfishrun 1984 hafa kallað á að fyrirtækið spólaði aftur um nokkur ár í samskiptakerfi. Vísir/Stefán „Viðskiptavinirnir hafa ekki fundið fyrir þessu og bílstjórarnir ekki tapað tekjum. Við tókum bara upp gamla kerfið sem er talstöðin,“ segir Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, um afleiðingar kerfishruns vefhýsingarfyrirtækisins 1984 á dögunum. Vefsíða, samskiptakerfi og snjallforrit leigubílafyrirtækisins urðu fyrir barðinu á hruninu og enn sér ekki fyrir endann á þeim vandræðum. Heimasíða BSR er ekki enn komin í gagnið, tölvupóstur fyrirtækisins lá niðri í viku og rúmlega mánuði síðan er kerfið ekki enn komið upp. „Appið er ekki komið upp ennþá og Reontech, fyrirtækið sem bjó til þetta afgreiðslukerfi fyrir okkur í síma, er að vinna í því að setja það upp að nýju og það auðvitað kostar peninga. Þetta var ekki draumurinn okkar,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Fréttablaðið en fyrirtækið lagði mikið undir við að koma upp snjallsímaforritinu fyrir nokkrum árum. Hann segir að afrit hafi verið til en kerfið þurfi að stilla og setja upp á ný sem sé töluverð vinna. Þá voru góð ráð dýr og neyddust bílstjórar BSR til að taka upp gömlu talstöðvarsamskiptin, sem menn höfðu talið vera orðin barn síns tíma á snjalltækjaöldinni. „Við spóluðum aðeins aftur í tímann og fórum að nota kerfið sem notað hafði verið áratugina á undan. Það er aðeins meiri vinna að nota talstöðina. Það þreytir bæði fólkið á símanum og bílstjórana. Það er meira áreiti en að fá þetta bara í símann. En við höfum getað sinnt viðskiptavinum okkar áfram,“ segir Guðmundur Börkur og er bjartsýnn á að tæknimálin verði fljótt komin í samt lag. 1984 er enn að rannsaka orsakir hins dularfulla kerfishruns sem hafði víðtæk áhrif á þúsundir viðskiptavina hýsingarfyrirtækisins. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að í forgangi sé þó að koma lausnum viðskiptavina upp á ný en að gríðarlegu verki sé lokið en enn sé nóg eftir. Haft var eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Morgunblaðinu á dögunum að á þriðja tug fyrirtækja hefðu sagt upp samningi sínum við fyrirtækið, en í ljósi þess að fyrirtækið hýsti yfir sjö þúsund vefi og 23 þúsund tölvupóstnotendur væri hann hrærður yfir því hve lágt hlutfallið væri í raun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57 Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
„Viðskiptavinirnir hafa ekki fundið fyrir þessu og bílstjórarnir ekki tapað tekjum. Við tókum bara upp gamla kerfið sem er talstöðin,“ segir Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, um afleiðingar kerfishruns vefhýsingarfyrirtækisins 1984 á dögunum. Vefsíða, samskiptakerfi og snjallforrit leigubílafyrirtækisins urðu fyrir barðinu á hruninu og enn sér ekki fyrir endann á þeim vandræðum. Heimasíða BSR er ekki enn komin í gagnið, tölvupóstur fyrirtækisins lá niðri í viku og rúmlega mánuði síðan er kerfið ekki enn komið upp. „Appið er ekki komið upp ennþá og Reontech, fyrirtækið sem bjó til þetta afgreiðslukerfi fyrir okkur í síma, er að vinna í því að setja það upp að nýju og það auðvitað kostar peninga. Þetta var ekki draumurinn okkar,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Fréttablaðið en fyrirtækið lagði mikið undir við að koma upp snjallsímaforritinu fyrir nokkrum árum. Hann segir að afrit hafi verið til en kerfið þurfi að stilla og setja upp á ný sem sé töluverð vinna. Þá voru góð ráð dýr og neyddust bílstjórar BSR til að taka upp gömlu talstöðvarsamskiptin, sem menn höfðu talið vera orðin barn síns tíma á snjalltækjaöldinni. „Við spóluðum aðeins aftur í tímann og fórum að nota kerfið sem notað hafði verið áratugina á undan. Það er aðeins meiri vinna að nota talstöðina. Það þreytir bæði fólkið á símanum og bílstjórana. Það er meira áreiti en að fá þetta bara í símann. En við höfum getað sinnt viðskiptavinum okkar áfram,“ segir Guðmundur Börkur og er bjartsýnn á að tæknimálin verði fljótt komin í samt lag. 1984 er enn að rannsaka orsakir hins dularfulla kerfishruns sem hafði víðtæk áhrif á þúsundir viðskiptavina hýsingarfyrirtækisins. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að í forgangi sé þó að koma lausnum viðskiptavina upp á ný en að gríðarlegu verki sé lokið en enn sé nóg eftir. Haft var eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Morgunblaðinu á dögunum að á þriðja tug fyrirtækja hefðu sagt upp samningi sínum við fyrirtækið, en í ljósi þess að fyrirtækið hýsti yfir sjö þúsund vefi og 23 þúsund tölvupóstnotendur væri hann hrærður yfir því hve lágt hlutfallið væri í raun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57 Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44
Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57
Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45