Katrín Tanja: Ég vil ekki vera fullkomin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017 CrossFit Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira
Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017
CrossFit Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira