Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók á dögunum við starfi landsliðsþjálfara Kína.
Fyrsta verkefni Sigga Ragga var að fara með liðið til Ástralíu og leika tvo vináttuleiki við heimakonur sem sitja í 6.sæti heimslistans en Kína er sjö sætum neðar.
Síðari leikurinn fór fram í morgun og lauk með 5-1 sigri Ástralíu eftir að Ren Guixin hafði komið Kína yfir snemma leiks.
Aðstoðarmenn Sigga Ragga eru þeir Halldór Björnsson og Dean Martin sem hafa báðir starfað fyrir íslenska knattspyrnusambandið undanfarin ár.
Slæm byrjun Sigga Ragga með Kína

Tengdar fréttir

Sigurður Ragnar byrjar eins með kínverska landsliðið og það íslenska
Kínverska kvennalandsliðið í fótbolta laut í lægra haldi fyrir því ástralska, 0-3, í vináttulandsleik í Melbourne í dag.

Sigurður Ragnar fær ekki bara tvo leiki hjá Kínverjunum heldur heil þrjú ár
Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta næstu þrjú árin en hann hefur gengið frá þriggja ára samningi við kínverska knattspyrnusambandið.