Fótbolti

Slæm byrjun Sigga Ragga með Kína

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson vísir/getty

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók á dögunum við starfi landsliðsþjálfara Kína.

Fyrsta verkefni Sigga Ragga var að fara með liðið til Ástralíu og leika tvo vináttuleiki við heimakonur sem sitja í 6.sæti heimslistans en Kína er sjö sætum neðar.

Síðari leikurinn fór fram í morgun og lauk með 5-1 sigri Ástralíu eftir að Ren Guix­in hafði komið Kína yfir snemma leiks.

Aðstoðarmenn Sigga Ragga eru þeir Halldór Björnsson og Dean Martin sem hafa báðir starfað fyrir íslenska knattspyrnusambandið undanfarin ár.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.