Titringur innan nýju stjórnarflokkanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2017 04:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hafði verið afskrifaður af flestum við lagninu ráðherrakapals. Valið virðist standa á milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar. vísir/eyþór Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30