Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2017 06:30 Fjármagnstekjuskattur leggst meðal annars á söluhagnað einstaklinga af verðbréfum. vísir/daníel Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira