Innlent

Mæla með að taka upp gjald á áningarstöðum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Garði.
Í Garði. vísir/jón sigurður
„Bæjarráð lítur svo á að gjaldtaka á áningarstöðum komi til greina, ef ekki er mögulegt að fjármagna nauðsynlega uppbyggingu og viðhald á áningarstöðum með öðrum hætti,“ segir bæjarráð sveitarfélagsins Garðs.

Bókun bæjarráðsins er svar þess til Reykjaness jarðvangs sem vill fá fram afstöðu sveitarfélaga á  Suðurnesjum til mögulegrar gjaldtöku á áningarstöðum fyrir ferðamenn.

Leggur ráðið áherslu á að ef móta eigi verklag við gjaldtöku á áningarstöðum, verði meðal annars litið til eðlilegs aðgengis íbúa að áningarstöðum sem eru hluti af þéttbýli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×