Innlent

Lést við rjúpnaveiðar

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Vísir
Lögregla á Suðurlandi, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallað til síðastliðinn laugardag þegar rjúpnaveiðimaður missti meðvitund vegna bráðra veikinda, þar sem hann var við veiðar skammt norðan við Krakatinda, skammt frá Heklu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Sonur mannsins var með honum og hafði samband við Neyðarlínu og hóf endurlífgunartilraunir sem áhöfn þyrlu hélt áfram þegar þeir komu á staðinn en þær reyndust árangurslausar.  Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×