Féll 14 metra og fær 57 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 20:53 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir. Dómsmál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans. Smiðurinn var við störf hjá SS Hús í nýbyggingu í Kórahverfinu í Kópavogi. Umræddan dag var hann að vinna við að slá mót frá steyptum veggjum nýbyggingarinnar og losa mótafestingar. Var hann staddur svölum sjöttu hæðar nýbyggingarinnar þegar hann steig út á svokallað dokaborð sem kom undan svölunum. Dokaborðið gaf sig undan smiðnum með þeim afleiðingum að hann féll niður um tæpa 14 metra (13,75 m) og lenti á steyptri plötu. Stefnandi slasaðist alvarlega og var strax fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Niðurstaða matsmanna á afleiðingum slyssins var sú að varanlegur miski vegna afleiðinga slyssins hafi verið 60 prósent en varanleg örorka vegna slyssins hafi verið 55 prósent. Var maðurinn alveg frá vinnu frá 7. febrúar til 31. janúar 2015. Við rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að dokaborðið umrædda gefði verið notað sem gönguleið í einhvern tíma og hafi verið traustur og stöðugur fyrr um daginn. Komið hafi þó í ljós að samstarfsmenn smiðsins hefðu á einhverjum tímapunkti fjarlægt stífur undan dokaborðinu, sem var ástæða þess að það gaf sig undan smiðnum. Við rannsóknina kom einnig fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi ætti að láta vita þegar slíkt væri gært, en það hafði misfarist slysdaginn með fyrrgreindum afleiðingum. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var sú að orsök slyssins mætti rekja til þess að búið hafi verið að fjárlægja fallvarnir og starfsmaðurinn hafi ekki verið í öryggisbelti og/eða öryggislínu. Fór smiðurinn fram á það að SS Hús, Verktak 15 ehf og húsasmíðamestari verksins bæru skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem hann hlaut af slysinu. Vörn stefndu fyrir dómi byggðist á því að smiðnum hefði átt að vera kunnugt um að unnið væri að því að slá mót utan af húsinu og þar með undirslátt svala. Þá hefði smiðurinn, miðað við reynslu sína og menntun, átt að sýna meiri varúð er hann steig á dokaborðið. Töldu stefndu að miðað við þær aðstæður sem voru á byggingarstaðnum umræddan dag hafi það verið „algjörlega óforsvaranlegt að stíga niður af svalagólfinu og út á plötuna þar sem platan hafi legið eina 15-20 cm neðar en svalagólfið.“ Bæri hann því einn ábyrgð á slysinu.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginábyrgðin á öruggu vinnuumhvefi hvíli á vinnuveitanda starfsmanna. Þá geti það ekki talist stórkostlegt gáleysi af hálfu smiðsins að hafa stigið út á dokaborðið þegar engar fallvarnir voru til staðar. Húsasmíðameistarinn og þrotabú Verktaks 15 ehf voru sýknuð af kröfu smiðsins en SS Hús dæmt til að greiða honum 57 milljónir.
Dómsmál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira