Tónlist

Ný plata frá Björk í nóvember

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk á tónleikum í Eldborg í fyrra.
Björk á tónleikum í Eldborg í fyrra. vísir/getty

Ný plata frá tónlistarkonunni Björk er væntanleg í lok nóvember. Þetta tilkynnti Björk á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.
Platan heitir Utopia en tónlistina vinnur Björk með Arca, tónlistarmanni frá Venesúela sem vann jafnframt með Björk að seinustu plötu hennar, Vulnicura.
Í Facebook-færslunni þakkar hún Arca innilega fyrir samstarfið og birtir mynd plötuumslagsins sem er hönnuð af Jesse Kanda með aðstoð frá Björk sjálfri, hönnuðinum James Merry og Hungry. Þakkar hún hönnuðunum kærlega fyrir samstarfið einnig.
Fyrsta lagið af plötunni, The Gate, kom út í byrjun september í takmörkuðu upplagi. Í frétt á vefsíðu sinni sagði Björk að lagið væri ástarlag en fjallaði þó um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt.
„Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ sagði Björk og vísaði í Vulnicura sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.