Er stolt, hrærð og ánægð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2017 09:15 Eva Björk lítur björtum augum til framtíðarstarfsins í Dómkirkjunni. Vísir/Ernir Þetta eru vissulega tímamót. Ég er stolt, hrærð og ánægð,“ segir séra Eva Björk Valdimarsdóttir sem nýlega var ráðin til prestþjónustu í Dómkirkjunni. Hún kveðst spennt fyrir að vinna fyrir söfnuðinn þar við hlið sóknarprestsins, séra Sveins Valgeirssonar, og annars starfsfólks. Eva Björk er ekki alveg blaut bak við eyrun. „Síðustu tvö ár hef ég verið prestur í Keflavíkurkirkju, vígðist þangað árið 2015 en var áður framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar í tvö ár. Byrjaði í því starfi þegar ég útskrifaðist úr guðfræðideild Háskólans árið 2013. Áður tók ég BA í sálfræði og vann ýmis störf tengd sálfræðinni því ég var á leið í framhaldsnám í réttarsálfræði þegar ég venti mínu kvæði í kross og ákvað að fara í guðfræðideildina. Hafði hugsað æ meira um trúmál og trúarbrögð eins og margir aðrir, tel að atburðirnir 11. september 2001 hafi haft þar áhrif og að eftir þá hafi mörgum fundist trú hættuleg. En ég álít að við þurfum frekar að læra meira bæði um okkar kristnu trú og önnur trúarbrögð.“ Það erfiðasta sem Eva Björk hefur tekist á við í prestsstarfinu er að jarðsyngja ungt fólk. „Dauðinn snertir mann alltaf djúpt, einkum þegar hann er ótímabær. Þá þarf maður styrk til að þjóna syrgjendum en það er líka gefandi.“ Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af að íslenska þjóðin sé að ganga af trúnni. „Ég held að fólk sé miklu trúaðra almennt en umræðan í þjóðfélaginu gefur til kynna. Það kom til dæmis í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs 2012, þá var umræðan um íslensku þjóðkirkjuna búin að vera neikvæð, samt kaus fólk með henni.“ Eva Björk er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Reykjavíkur 1998 þegar hún fór í sálfræðina í HÍ. Trúarlegt uppeldi? „Já, að einhverju leyti. Ég fór í sunnudagaskóla í Glerárkirkju og kristilegar sumarbúðir á Vestmannsvatni. Bara svipað og gerist og gengur,“ segir hún látlaus og veit ekki enn hvenær hún stígur fyrst í stólinn í höfuðkirkju Íslands. Lífið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Þetta eru vissulega tímamót. Ég er stolt, hrærð og ánægð,“ segir séra Eva Björk Valdimarsdóttir sem nýlega var ráðin til prestþjónustu í Dómkirkjunni. Hún kveðst spennt fyrir að vinna fyrir söfnuðinn þar við hlið sóknarprestsins, séra Sveins Valgeirssonar, og annars starfsfólks. Eva Björk er ekki alveg blaut bak við eyrun. „Síðustu tvö ár hef ég verið prestur í Keflavíkurkirkju, vígðist þangað árið 2015 en var áður framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar í tvö ár. Byrjaði í því starfi þegar ég útskrifaðist úr guðfræðideild Háskólans árið 2013. Áður tók ég BA í sálfræði og vann ýmis störf tengd sálfræðinni því ég var á leið í framhaldsnám í réttarsálfræði þegar ég venti mínu kvæði í kross og ákvað að fara í guðfræðideildina. Hafði hugsað æ meira um trúmál og trúarbrögð eins og margir aðrir, tel að atburðirnir 11. september 2001 hafi haft þar áhrif og að eftir þá hafi mörgum fundist trú hættuleg. En ég álít að við þurfum frekar að læra meira bæði um okkar kristnu trú og önnur trúarbrögð.“ Það erfiðasta sem Eva Björk hefur tekist á við í prestsstarfinu er að jarðsyngja ungt fólk. „Dauðinn snertir mann alltaf djúpt, einkum þegar hann er ótímabær. Þá þarf maður styrk til að þjóna syrgjendum en það er líka gefandi.“ Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af að íslenska þjóðin sé að ganga af trúnni. „Ég held að fólk sé miklu trúaðra almennt en umræðan í þjóðfélaginu gefur til kynna. Það kom til dæmis í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs 2012, þá var umræðan um íslensku þjóðkirkjuna búin að vera neikvæð, samt kaus fólk með henni.“ Eva Björk er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Reykjavíkur 1998 þegar hún fór í sálfræðina í HÍ. Trúarlegt uppeldi? „Já, að einhverju leyti. Ég fór í sunnudagaskóla í Glerárkirkju og kristilegar sumarbúðir á Vestmannsvatni. Bara svipað og gerist og gengur,“ segir hún látlaus og veit ekki enn hvenær hún stígur fyrst í stólinn í höfuðkirkju Íslands.
Lífið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira