Innlent

Íslendingur vann 35 milljónir í Víkingalottóinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einhver heppinn Íslendingur datt í lukkupottinn í kvöld.
Einhver heppinn Íslendingur datt í lukkupottinn í kvöld. vísir/valli
Heppinn spilari í Víkingalottóinu sem búsettur er hér á landi datt heldur betur í lukkupottinn í kvöld. Vann sá hinn sami 35 milljónir í útdrætti kvöldsins.

Enginn vann fyrsta vinning kvöldsins en til þess þarf að vera með allar tölur réttar auk svokallaðar víkingatölu. Tveir unnu hins vegar annan vinning, voru með allar tölur réttar. Einn í Lettlandi og hinn hér á landi en miðinn var keyptur á lotto.is

Þá unnu þrír heppnir spilarar hér á landi 100.000 krónur í Jókernum en miðarnir voru keyptir í Olís Norðlingaholti, Prinsinum í Þönglabakka og á lotto.is

Vinningstölur kvöldsins: 6 - 13 - 23 - 27 - 37 - 46

Víkingatala: 6

Jókertölur kvöldsins: 5 - 6 - 5 - 7 -2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×