Nálgunarbann gagnvart móður sem beitti dóttur sína ofbeldi Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 21:41 Móðir stúlkunnar neitar alfarið að hafa beitt hana ofbeldi. Vísir/Getty Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona sem liggur undir sterkum grun um að hafa beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi skyldi sæta nálgunarbanni í sex vikur. Í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 2. september kemur fram að stúlkan hafi greint frá alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi af hálfu móður sinnar áður en fjölskyldan flutti til Íslands fyrir þremur árum. Dregið hafi úr ofbeldinu eftir að til Íslands kom en það byrjað fljótlega aftur. Um hafi verið að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðir hennar leitast við að höggin lentu í andliti hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði stúlkan meðal annars að móðir hennar hafi lamið hana í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hafi fengið sæjust og hafi slíkt gerst nokkrum sinnum.„Ertu heimsk að lemja mig“Móðir stúlkunnar neitaði alfarið sök um ofbeldi gagnvart henni en viðurkenndi við skýrslutöku að annað slagið, stundum tvisvar í viku eða sjaldnar, rífist þær á háu nótunum.. Tilgreindi stúlkan sambýlismann móður sinnar sem vitni af atvikunum og vinkonu sína í eitt skipti. Þvertók sambýlismaður hennar fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi konunnar í garð dóttur hennar. Vinkona stúlkunnar staðfesti þó frásögn hennar af atviki sem gerðist í herbergi hennar. Kvað hún móður stúlkunnar hafa kallað hana illum nöfnum og gert lítið úr henni. Þá hafi hún heyrt stúlkuna segja við móður sína „Ertu heimsk að lemja mig“. Þegar stúlkan hafi komið út úr herberginu hafi hún verið með greinilegan roða á vinstri helming andlitsins, verið grátandi og skolfið.Greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá ofbeldinuÍ dómnum kemur fram að málefni fjölskyldunnar hafi verið til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum um tveggja ára skeið og segir í gögnum frá barnavernd að upplýsingar og vísbendingar hafi komið fram um að konan beitti dóttur sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Svo virðist sem málið hafi verið kært til lögreglu í kjölfar þess að stúlkan greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá hinu meinta ofbeldi af hálfu móður sinnar. Með nálgunarbanninu er lagt bann við því að móðir stúlkunnar komi nálægt henni á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus. Þá sé henni jafnframt bannað að veita dóttur sinni eftir eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að kona sem liggur undir sterkum grun um að hafa beitt dóttur sína bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi skyldi sæta nálgunarbanni í sex vikur. Í ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 2. september kemur fram að stúlkan hafi greint frá alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi af hálfu móður sinnar áður en fjölskyldan flutti til Íslands fyrir þremur árum. Dregið hafi úr ofbeldinu eftir að til Íslands kom en það byrjað fljótlega aftur. Um hafi verið að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðir hennar leitast við að höggin lentu í andliti hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði stúlkan meðal annars að móðir hennar hafi lamið hana í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hafi fengið sæjust og hafi slíkt gerst nokkrum sinnum.„Ertu heimsk að lemja mig“Móðir stúlkunnar neitaði alfarið sök um ofbeldi gagnvart henni en viðurkenndi við skýrslutöku að annað slagið, stundum tvisvar í viku eða sjaldnar, rífist þær á háu nótunum.. Tilgreindi stúlkan sambýlismann móður sinnar sem vitni af atvikunum og vinkonu sína í eitt skipti. Þvertók sambýlismaður hennar fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi konunnar í garð dóttur hennar. Vinkona stúlkunnar staðfesti þó frásögn hennar af atviki sem gerðist í herbergi hennar. Kvað hún móður stúlkunnar hafa kallað hana illum nöfnum og gert lítið úr henni. Þá hafi hún heyrt stúlkuna segja við móður sína „Ertu heimsk að lemja mig“. Þegar stúlkan hafi komið út úr herberginu hafi hún verið með greinilegan roða á vinstri helming andlitsins, verið grátandi og skolfið.Greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá ofbeldinuÍ dómnum kemur fram að málefni fjölskyldunnar hafi verið til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum um tveggja ára skeið og segir í gögnum frá barnavernd að upplýsingar og vísbendingar hafi komið fram um að konan beitti dóttur sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Svo virðist sem málið hafi verið kært til lögreglu í kjölfar þess að stúlkan greindi félagsráðgjafa barnaverndar frá hinu meinta ofbeldi af hálfu móður sinnar. Með nálgunarbanninu er lagt bann við því að móðir stúlkunnar komi nálægt henni á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus. Þá sé henni jafnframt bannað að veita dóttur sinni eftir eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent